Lillý sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024

Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir
Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir

Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024 sem fram fór í Iðu á Selfossi þann 6. apríl. Flutningur hennar á laginu Aldrei úr kvikmyndinni The Greatest Showman var stórkostlegur og sviðsframkoman svo örugg að halda mætti að hún gerði ekki annað en að syngja í beinni útsendingu.

Ingi Sigþór Gunnarsson, fyrrum nemandi skólans, samdi frábæran íslenskan texta við lagið sem heitir á frummálinu Never enough.

Þetta er í fjóða skiptið sem FNV sigrar Söngkeppni framhaldsskólanna. Áður höfðu Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir (1995), Sverrir Bergmann (2000) og Eva Karlotta Einarsdóttir & The Sheep River Hooks (2002) sigrað fyrir hönd skólans.

Til hamingju Lillý!!