Síðasti kennsludagur dagskóla er miðvikudagurinn 11. desember.

Vörðudagar eru 12. og 13. desember, kennarar hafa samband við nemendur sem þurfa að mæta vegna prófa eða verkefnaskila.

Skráningu í fjarnám fyrir næstu önn lýkur föstudaginn 13. desember.

Helgin 13. – 15. desember er lokahelgin á haustönn í helgarnáminu.

Birting einkunna er í Innu miðvikudaginn 18. desember.

Nemendur sem hafa skráð sig á skrifstofu til brautskráningar á haustönn fá skírteini send föstudaginn 20. desember.