Forsendur

Nemandi skal vera 23 ára að aldri og hafa reynslu af starfi tengdu viðkomandi iðngrein.

Kennslufyrirkomulag

Kennt er um helgar og hefst kennsla kl 15:00 á föstudögum og er kennt til kl. 22:00 með hálftíma matarhlé um kl. 19:00. Á laugardögum hefst kennsla kl 08:00 og er kennt til kl. 18:00. Á sunnudögum hefst kennsla kl. 08:00 og lýkur kl. 17:00. Báða dagana er klukkustundar hádegishlé um kl. 12:00.

Námsfyrirkomulag

Kennt er samkvæmt aðalnámskrá, bæði verklegar greinar og fagbóklegar greinar í staðlotum.
Aðrar almennar greinar s.s. íslensku, tungumál og stærðfræði þurfa nemendur að taka í hefðbundnu dagskólanámi, í fjarnámi eða hjá símenntunarstöðvum. Í verklegum greinum er skilyrði að nemendur mæti 100%. Sömu námskröfur eru gerðar til allra nemenda skólans og allir nemendur fara í gegnum sama námsmat. Til að ljúka námi í bifvélavirkjun, húsasmíði, rafvirkjun og vélvirkjun þurfa nemendur að hafa lokið vinnustaðanámi / starfsþjálfun sem staðfest er með lokum á rafrænni ferilbók.