Skólanámskrá

Formáli

Skólanámskráin er  eins konar handbók nemenda og kennara. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var stofnaður 22. september , 1979. Skólinn hefur frá upphafi verið í fararbroddi skóla er vinna að virkri tengingu bóknáms og verknáms á framhaldsskólastigi. Verkefni skólans er að mennta fólk, að  miðla þekkingu, verkkunnáttu,  hæfni og visku milli kynslóða. Kennararnir skipuleggja námið,  uppfræða nemendur og veita þeim nauðsynlegt aðhald. Til að námið beri góðan árangur þarf nemandinn að vera stundvís, læra heima, vinna öll verkefni, nærast vel og hreyfa sig reglulega.

Inngangur

Skólanámskrá FNV byggir á grunni Aðalnámskrár framhaldsskóla frá 2011 og seinni tíma viðbótum við hana. Henni er ætlað að útfæra markmið og hlutverk framhaldsskóla fyrir Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Hún er ætluð nemendum, forráðamönnum, kennurum, öðru starfsfólki og skólanefnd skólans. Hún er leiðarvísir um áherslur í starfi, útfærslur á tilgangi og markmiðum  auk þess að skíra  regluverk skólans og miðla upplýsingum um námsframboð og fyrirkomulag náms.

Skólanámskrá gildir í eitt skólaár í senn og er afurð vinnu stjórnenda, starfsfólks og nemenda undir stjórn skólameistara. Hún skal staðfest af skólanefnd að fenginni umsögn skólafundar.