Reglur um nám grunnskólanema við FNV
- Grunnskólanemar sem náð hafa einkunninni B, B+ eða A eða jafngildi þeirra í einstökum kjarnagreinum þ.e. dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði geta skráð sig til fjarnáms við FNV í viðkomandi námsgrein eða námsgreinum á meðan þeir eru enn nemendur í grunnskóla. Árangur nemandans skal staðfestur af skólastjórnanda viðkomandi grunnskóla og samþykki foreldra þarf að liggja fyrir. Hafi nemandinn stundað nám í öðrum námsgreinum í grunnskóla og uppfyllir ákvæði um lágmarksárangur er honum heimilt að stunda nám í viðkomandi námsgrein, sé hún kennd við FNV.
- Undantekning frá þessu er nám í upplýsingatækni, íþróttaakademíu og iðnkynningu fyrir grunnskólanema. Í þessum námsgreinum er ekki gerð krafa um undanfara.
- Þeir nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði eiga rétt á að hefja nám á öðru þrepi. Kjósi þeir að stunda nám á 1. þrepi þá er það heimilt.
- Þessi valkostur er hugsaður fyrir duglega nemendur sem vilja nýta sér sveigjanleika áfangakerfisins og flýta námi sínu í framhaldsskóla. Einingarnar, sem nemandinn öðlast með þessum hætti, verða metnar í námferil nemandans við FNV og öðlast hann þannig rétt til þess að innrita sig í framhaldsáfanga í viðkomandi grein eða greinum þegar hann hefur nám í FNV.
Sauðárkróki 24.11.2015