Húsnæði FNV
Bóknámshús
Glæsilegt bóknámshús var tekið í notkun árið 1994. Þar fer fram kennsla í bóklegum greinum og upplýsingatækni. Þar er m.a. vel búið tölvuver, gott bókasafn, aðstaða til heimanáms og myndfundabúnaður sem notaður er til kennslu í dreifnámsstofur á Blönduósi, Hvammstanga og Hólmavík.
Hátæknimenntasetur
Í Hátæknimenntasetri skólans fer fram kennsla á vélvirkjun, rennismíði, bifvélavirkjun,vélstjórnarbraut A og B, rafvirkjun , grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina, verknámsbraut húsasmíða og húsgagnasmíði. Þá er Fab Lab stofa skólans einnig til húsa þar.
Íþróttahús og sundlaug
Skólinn hefur aðgang að íþróttahúsinu og sundlauginni á Sauðárkróki til íþrótta- og sundkennslu. Skólinn hefur einnig aðgang að líkamsræktarstöðinni Þreksport til verklegar líkamsræktar- og íþróttakennslu.
Reiðhöll
Skólinn hefur aðgang að Reiðhöllinni Svaðastöðum til verkelgar kennslu í hesta- og reiðmennsku.
Dreifnámsstofur
Dreifnámsstofur eru starfræktar á Blönduósi, Hvammstanga og Hólmavík. Þar sækja nemendur kennslu í einstökum námsgreinum í gegnum myndfundabúnað. Með því móti er nemendum á þessum stöðum gert kleift að dvelja í heimabyggð allt að tveimur árum lengur en ella.
Heimavist
Heimavistin er staðsett skammt norðan við Bóknámshús og Hátæknimenntasetur skólans og rúmar allt að 150 manns, ýmist í eins eða tveggja manna herbergjum, sem hvert um sig er með salerni og sturtu. Netsamband í herbergjum íbúa heimavistar er innifalið í húsaleigu og þráðlaust netsamband er í anddyri. Heimavistin hefur verið endurnýjuð og býður upp á notaleg og nýlega innréttuð herbergi. Lögð er áhersla á heimilislegt andrúmsloft og gott mötuneyti sem rekið er af Grettistaki ehf.

Starfsfólk FNV
Kennarar og stjórnendur við skólann hafa ýmist háskólamenntun eða iðnmeistararéttindi auk kennsluréttinda. Kynjaskipting starfsfólks við skólann er nánast jöfn og sama er að segja um hlutfall kynjanna í hópi nemenda.
Listi yfir starfsfólk