Vörður eru haldnar þrisvar á önn. Í fyrstu og annarri vörðu fær nemandinn upplýsingar um stöðu sína í einstökum áföngum í formi bókstafa og umsagnar. Þetta mat á frammistöðu hefur ekki áhrif á lokaeinkunn. Fyrirkomulag í vörðum nær ekki til fjarnema.

Fyrirkomulag vörðu er á þann veg að nemendur, sem ekki hafa lokið öllum verkefnum, eru boðaðir á fund kennara skv. nánari ákvörðun hans. Áður hafa nemendur fengið upplýsingar um stöðu sína í INNU þar sem þeir fá skriflega umsögn ásamt einkunn í formi bókstafa sem er einn af eftirfarandi:

G: Gott.
Nemanda gengur vel og er að standast kröfur áfangans.
T: Tækifæri.
Sæmileg staða en nemandi verður að halda sig vel við efnið til að standast kröfur áfanga.
Ó: Óviðunandi.
Staða nemanda er ekki nægilega góð og hann þarf að taka sig verulega á.
X: Forsendur vantar.
Ekki eru forsendur til að gefa einkunn.

Nemendur sem fá Ó eru kallaðir á fund kennara annan hvorn daginn í einstaklingsviðtal. Aðrir nemendur geta einnig vænst þess að verða boðaðir í viðtal en það er í höndum einstakra kennara að ákveða það.

Hefðbundin kennsla skv. stundaskrá fellur niður þessa daga.

Nemandi sem fær Ó í þremur eða fleiri áföngum er kallaður í viðtal til nemendaþjónustu, þ.e. námsráðgjafa eða félagsráðgjafa að vörðu lokinni.

Sauðárkróki, 1. janúar 2025

Þorkell V. Þorsteinsson, settur skólameistari.