Rafvirkjun (262 fein.)

Þetta er brautarlýsing nýrrar brautar í rafvirkjun, brautarlýsing úr eldri námskrá er hér.

Atvinnuheitið rafvirki er lögverndað starfsheiti og rafvirkjun er löggild iðngrein. Nám á rafvirkjabraut er 262 eininga iðnnám. Námið undirbýr nemendur undir starf rafvirkja. Í starfi þeirra felst, meðal annars að leggja rafmagn, setja upp rafmangstöflur, dósir, tengla, lýsingu og netkerfi, velja vinnuaðferðir, efni og verkfæri og fara eftir kröfum um öryggismál. Í starfi sínu sýna þeir sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði. Námi í rafvirkjun líkur samkvæmt 30. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla, með sveinsprófi en áður en það er þreytt skulu nemendur hafa lokið burfararprófi úr skólanum.

Forkröfur

Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá skólans.

Skipulag

Nám í rafvirkjun er bæði bóklegt og verklegt og skiptist í bóklegt og verklegt nám í skóla og starfsþjálfun úti í atvinnulífinu. Lögð er áhersla á rafiðngreinar og grunn í almennum bóklegum greinum. Nemendur geta einnig stefnt að stúdentsprófi samhliða námi.

Námsmat

Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti og er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi annar skal nemendum kynnt námsáætlun, námsmarkmið og tilhögun námsmats í hverjum áfanga.

Reglur um námsframvindu

Miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki 33-34 framhaldsskólaeiningum á önn. Lokavitnisburður skal vera í heilum tölum á bilinu 1-10 og lágmarkseinkunn til að standast áfanga er 5. Nánari reglur um námsframvindu, frávik frá henni og skólasókn má finna í skólanámskrá skólans. Til að ljúka námi í rafvirkjun þurfa nemendur að hafa lokið vinnustaðanámi / starfsþjálfun sem staðfest er með lokum á rafrænni ferilbók.

Hæfniviðmið

  • setja upp og hafa eftirlit með raflögnum og rafbúnaði í byggingum, skipum, bátum og raforkudreifikerfum, í samræmi við gildandi reglugerðir og staðla.
  • annast viðhald rafvéla og raftækja ásamt nýlögnum og rekstri rafkerfa í farartækjum á sjó og landi.
  • nýta grunnþekkingu á vélbúnaði og hugbúnaði tölvukerfa og þekkja helstu hugtök er varða lýsingartækni og ákvarða lýsingarþörf við mismunandi aðstæður.
  • vinna sjálfstætt, meta eigin getu og forgangsraða viðfangsefnum, greina hvaða aðferðir eiga við hverju sinni og rökstyðja aðferðir sem hann notar.
  • nota viðeigandi mælitæki við störf sín, gera bilanaleit og gera við rafbúnað og raflagnir.
  • þekkja skipulag og uppbyggingu fyrirtækja og stofnana rafiðnaðarmanna og gera sér grein fyrir hlutverki þeirra.
  • lesa raflagnateikningar vegna uppsetningar, bilanaleitar og viðhalds rafbúnaðar. Hann getur útskýrt virkni búnaðarins út frá teikningunum og magntekið og unnið verkáætlanir eftir þeim.
  • þekkja búnað raftækja, rafvéla, iðntölvustýringa, stýribúnaðar og forritanlegra raflagnakerfa og annast uppsetningu þeirra og viðhald.
  • tjá sig af öryggi, munnlega og skriflega, s.s. með verkdagbókum, vinnuseðlum og skýrslum.
  • sýna fagmennsku og siðferðisvitund við allar aðstæður og geta viðhaldið faglegri þekkingu sinni með námskeiðum, öflun upplýsinga á internetinu og með öðrum hætti, á íslensku og a.m.k. einu erlendu tungumáli.
  • trygga öryggi og viðhafa viðeigandi varnarráðstafanir í rafiðnaði og þekkja tengsl við eftirlitsstofnanir vegna eftirlits og öryggismála.
  • leiðbeina öðrum, sýna leikni í samstarfi og samskiptum við samstarfsfólk og taka fullt tillit til þarfa viðskiptavina og aðstæðna.
Skipting sérgreina á annir
Rafræn ferilbók - skráning

Kjarni

Kjarni: 262 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Danska DANS 2LS05 0 5 0
Enska ENSK 2OT05 0 5 0
Forritanleg raflagnakerfi FRLA 3RA05(FB) 3RB05 0 0 10
Íslenska ÍSLE 2MB05 2BM05 0 10 0
Íþróttir ÍÞRÓ 1NA01 1NB01 1NC01 1ND01 1NE01 1NF01 6 0 0
Lýsingatækni LYST 3RB05 0 0 5
Rafeindatækni og mælingar RATM 2GA05 2GB05 0 10 0
Raflagna staðall RAST 2RB05 0 5 0
Raflagna teikning RLTK 2RB05 3RB05 0 5 5
Raflagnir og efnisfræði rafiðna RAFL 1GA03 1GB03 2GC03 3GD03 3RE04 6 3 7
Rafmagnsfræði og mælingar RAFM 1GA05 2GB05 2GC05 3RE05 3RF05 3GD05 5 10 15
Rafvélar RRVV 2RA03 2RB03 0 6 0
Skyndihjálp SKYN 2SE01 0 1 0
Smáspennuvirki VSME 2GR05 0 5 0
Starfsþjálfun STAÞ 1GA20(FB) 2GA20(FB) 2GB20(FB) 3RC20 20 40 20
Stærðfræði STÆR 2AF05 2RH05 0 10 0
Stýritækni rafiðna STÝR 1GA05 2GB05 3GC05 3RD05 5 5 10
Tölvu og nettækni grunnnáms rafiðna TNTÆ 1GA03 2GB05 3GC05 3 5 5
Upplýsingatækni UPPT 1UT05 5 0 0
Verktækni grunnnáms rafiðna VGRT 1GA03 2GB03 2GC04 3 7 0
Einingafjöldi 262 53 132 77

Nánari upplýsingar á namskra.is