STAÞ2GA20(FB) - Starfsþjálfun II

Grunnáfangi

Einingafjöldi: 20
Þrep: 2
Forkröfur: Nemandi skal hafa lokið 2 önnum (60 einingum) í grunndeild rafiðna.
Nemanda eru kynntar allar öryggsikröfur á vinnustað og mikilvægt er að hann skilji mikilvægi þeirra. Honum skal gerð grein fyrir þeim hættum sem geta verið samfara vinnu við rafmagn. Nemandi skal læra meðhöndlun og beitingu allra handverkfæri sem nota þarf við rafvirkjastörf. Mikilvægt er vinnubrögð hans séu fagmannleg frá upphafi. Hann á að geta unnið sem aðstoðarmaður rafvirkja og geta framkvæmt einfaldar tengingar. Nemandi skal með mælitækjum geta fundið út hvort lagnir séu spennu hafandi, til að forðast slys.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • öryggiskröfum og öryggi á vinnustað
  • mikilvægi fagmannlegra vinnubragða og vandvirkni

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meðhöndla og beita handverkfærum sem þarf að nota við rafvirkjastörf
  • leggja og tengja raflagnir á fagmannlegan hátt
  • vinna í hópi að sameiginlegu markmiði

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna eftir fyrirmælum sem aðstoðarmaður rafvirkja við allar almennar raflagnir.
Nánari upplýsingar á námskrá.is