Algengar spurningar varðandi sjúkraliðanám

Hvað er sjúkraliðanám?

Sjúkraliðanám er 206 feininga nám. Námið er bæði bóklegt og verklegt nám í skóla og starfsnám á heilbrigðisstofnunum. Sjúkraliðanám tekur að jafnaði 3 ár eða 6 annir og skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar. Nemendur mega þó taka sér lengri tíma í að ljúka náminu. Þú getur lesið allt um brautina á hér.

Hvað er sjúkraliðabrú?

Sjúkraliðabrú er 145 feininga nám. Námið er ætlað að veita ófaglærðum einstaklingum með langa starfsreynslu tækifæri til að öðlast starfsréttindi sjúkraliða. Skilyrði til innritunar á brautina er að umsækjendur hafi náð 23 ára aldri, hafi að lágmarki 5 ára starfsreynslu við umönnun, séu starfandi við umönnun og hafi meðmæli frá núverandi vinnuveitenda sínum. Nemandi þarf að framvísa staðfestingu á starfsreynslu og meðmælum frá núverandi vinnuveitanda.

ATH. Að hvorki er hægt að fá metnar vaktir á sambýlum né sumarbúðum fatlaðra upp í 5 ára starfsreynslu.

Þú getur lesið allt um sjúkraliðabrúna hér.

Um útgáfu starfsleyfis vísast til reglugerðar nr. 897/2001 um menntun, réttindi og skyldur sjúkraliða. Sá sem lokið hefur sjúkraliðanámi af brú með fullnægjandi árangri getur sótt um starfsleyfi sjúkraliða enda þótt viðkomandi hafi ekki lokið almennum greinum sjúkraliðabrautar. Sá hinn sami kann hins vegar að þurfa að ljúka námi í almennum greinum sjúkraliðabrautar til að geta stundað framhalds‐eða viðbótarnám að loknu námi samkvæmt sjúkraliðabrú.

Er hægt að skipta yfir á sjúkraliðabrú eftir að nám á sjúkraliðabraut er hafið?

Nei, ekki er hægt að skipta yfir á sjúkraliðabrú á miðju námstímabili af sjúkraliðabrautinni, uppfylla þarf skilyrðin í upphafi. Áður en að nám er hafið á sjúkraliðabrú verður nemandi að hafa 5 ára starfsreynslu og náð 23 ára aldri.

Hvað er vinnustaðanám/verknám?

Vinnustaðanám er mikilvægur hluti af námi nemenda sem stunda nám á námsbrautum sem leiða til lögverndaðra starfsstétta. Til að mega fara í verknám verða nemendur að hafa lokið HJVG1VG05, LÍBE1HB01 og HJÚK1AG05. Vinnustaðanám fer fram á heilbrigðisstofnun og kennt í þremur hlutum:

  • VINN3ÖH08 (verknám á öldrunarstofnun) er kennt samhliða HJÚK3ÖH05 og fer fram á öldunarlækningadeild eða hjúkrunarheimilum.
  • VINN2LS08 (verknám á skurð- og lyflækningadeildum) sem er kennt samhliða HJÚK2HM05 & HJÚK2TV05 og fer fram á Landspítalanum, Sjúkrahúsinu á Akureyri eða öðrum bráðasjúkrahúsum með starfrækta sjúkradeild.
  • VINN3GH08 (verknám á sérdeildum) sem er kennt samhliða HJÚK3FG05 og fer fram á sérdeildum eins og geðdeild, endurhæfingardeild, gjörgæsludeild, kvennadeild, heimahjúkrun, barnadeild, heilsugæslu, bráðamóttöku, líknardeild, Reykjalund og Heilsustofnun í Hveragerði.

Sjúkraliðanemar eru undir umsjón reyndra sjúkraliða sem er þeirra leiðbeinandi á meðan vinnustaðanámi stendur. Nemendur eru samfellt í þrjár vikur í vinnustaðanámi eða 12 vaktir í hverjum áfanga. Verknámið er að mestu morgunvaktir, leyfilegt er að taka einstaka kvöldvaktir (2-3) yfir tímabilið en næturvaktir eru ekki viðurkenndur námstími. Verknámið er ólaunað og nemendur eiga ekki að taka lengri tíma en 3 vikur í að ljúka vöktunum.

Í verknámi þurfa nemendur að tileinka sér og sýna fram á faglega hæfni í verkum sínum og færni í samskiptum við skjólstæðinga og samstarfsfólk. Stundvísi, frumkvæði og tenging bóklegrar þekkingar á verklegum þáttum eru einnig mikilvægir þættir verknámsins.

Nokkrir punktar:

  • Nemendur mega hvorki taka vinnustaðanám á sínum núverandi né fyrrum vinnustað.
  • Mikilvægt er að nemendur upplýsi kennara eins fljótt og hægt er hvar á landinu nemandi óskar eftir að taka næsta vinnustaðanám (áður en önn lýkur og nemendur fara í sumarfrí eða jólafrí).
  • Nemendur fá úthlutað verknámsplássi í byrjun hverrar skólaannar eða áður en önn á undan lýkur sé nemandi skráður í nám nú þegar.
  • Nemendur sem sækja um í vinnustaðanám fá vanalega að vita áður en önn lýkur hvert og hvenær þeir fara í vinnustaðanám önnina á eftir. Sæki nemandi um í byrjun nýrrar skólaannar er reynt að finna pláss fyrir nemendur eins fljótt og hægt er.
  • Nemendur þurfa að skila inn þagnarskyldu fyrir öll verknám í skilabox á moodle.
  • Nemendur sem fara í vinnustaðanám á LSH eða SAk þurfa að fara í bólusetningar áður en þeir fara í verknám í VINN2LS08 og VINN3GH08.
  • Það er 100% mætingarskylda í verknámi. Verði nemandi lasinn eða eitthvað kemur upp á verður nemandi að vinna það upp.
  • Öll forföll á vöktum í verknámi þarf að tilkynna til kennara og leiðbeinanda.
  • Nemendur þurfa ásamt leiðbeinanda að halda utan um ferilbók ásamt öðrum námsþáttum á meðan vinnustaðanámi stendur.
  • Frekari upplýsingar um vinnustaðanám er hér: VINN3ÖH08, VINN2LS08 og VINN3GH08.

Hvaða bólusetningu þarf ég að fara í fyrir vinnustaðanám/verknám?

Nemendur sem fara í vinnustaðanám á Landspítalanum eða Sjúkrahúsinu á Akureyri þurfa að fara í bólusetningar áður en verknám hefst og verða að skila inn vottorði til kennara um að þeir hafi verið bólusettir fyrir:

  • Boostrix polio: Barnaveiki (Diphtheria), stífkrampi (Tetanus), kikhósti (Pertussis) og mænusótt (Polio). Þessa bólusetningu þarf að endurnýja á 10 ára fresti.
  • M-m rvaxpro eða Priorix (MMR): Mislingar (Morbilli), hettusótt (Parotitis epidemica) og rauðir hundar (Rubella). Nemandi þarf að hafa fengið sem barn tvær bólusetningar eða eina á fullorðinsaldri
  • Lifrarbólga B. Bólusett er þrisvar á 6 mánaða tímabili. Leyfilegt er að nemendur hefji verknám eftir fyrstu sprautuna.

Nemendur þurfa einnig að gangast undir berklapróf og sýna fram á neikvætt MÓSA-próf hafi nemandi legið eða unnið á erlendum sjúkrastofnunum sl. 6 mánuði.

Hvað þarf ég að vera gamall/gömul til að byrja í vinnustaðanámi?

Nemendur verða að vera orðnir lögráða, þ.e.a.s náð 18 ára aldri og miðað er við afmælisdag. Heilbrigðisstofnanir gera þá kröfu að nemendur hafi náð 18 ára aldri áður en þeir hefja vinnustaðanám.

Má ég taka mörg vinnustaðanám á hverri önn?

Nei, það er einungis hægt að vera skráð í eitt vinnustaðanám/verknám á hverri önn. Hvert vinnustaðanám er undanfari fyrir næsta. Áfanga verður að taka í réttri röð samkvæmt námsskipulagi brautarinnar.

Má ég sleppa áfanga í vinnustaðanámi ef ég hef unnið við umönnun í mörg ár?

Nei, vinnustaðanámi má ekki sleppa. Vinnustaðanám er skylduáfangi bæði á sjúkraliðabraut og sjúkraliðabrú. Um er að ræða þrjá 8 feininga áfanga sem nemandi verður að ljúka ætli viðkomandi að útskrifast af sjúkraliðabraut/brú.

Get ég fengið hluta af vinnustaðanáminu/verknámi metið?

Vinnustaðanám, 12 vakta, er ekki hægt að fá metið. Þetta er 8 feininga áfangi sem þarf að taka til að ljúka námi á sjúkraliðabraut/brú.

Landspítalinn – hvað þarf ég að gera áður en ég byrja í vinnustaðanámi þar?

Landspítali gerir kröfur til nemenda og starfsmanna í samræmi við vinnuverndarlög, verklagsreglur um forvarnir og tilmæli sóttvarnarlæknis.

Bólusetningar (aðrar en fyrir lifrarbólgu B)

Öllum nemendum er skylt að skila vottorði um að þeir hafi verið bólusettir með/fyrir:

  • Boostrix polio: Barnaveiki (Diphtheria), stífkrampi (Tetanus), kikhósti (Pertussis) og mænusótt (Polio). Þessar bólusetningar þarf að endurnýja á 10 ára fresti.
  • M-m rvaxpro eða Priorix (MMR): Mislingar (Morbilli), hettusótt (Parotitis epidemica) og rauðir hundar (Rubella). Nemandi þarf að hafa fengið tvær bólusetningar sem barn eða eina bólusetningu eftir 12 ára.
  • Ef nemandi þarf að uppfæra bólusetningar þá þarf hann að gera það á heilsugæslustöð a.m.k. 1 mánuði áður en komið er til starfsmannahjúkrunarfræðings á Landspítala.

Vottorð fá nemendur á moodle-síðu áfangans og því er einnig skilað þangað inn í viðeigandi skilabox. Nemendur sækja vottorðið á moodle-síðunni, prenta það út, fara með á næstu heilsugæslustöð þar sem hjúkrunarfræðingur fer yfir bólusetningarskírteini og endurnýjar þær bólusetningar ef þörf er á og kvittar undir vottorðið og stimplar með stimpli frá heilsugæslustöðinni.

Berklapróf

Öllum nemendum er skylt að fara í berklapróf áður en þeir hefja verklegt nám á spítalanum. Berklapróf eru gerð á heilsugæslustöð á sama tíma og farið er yfir bólusetningarskírteini.

Lifrarbólga B

Nemendum í heilbrigðisgreinum er skylt að láta bólusetja sig gegn lifrarbólgu. Bólusett er þrisvar á 6 mánaða tímabili. Sprauta tvö er gefin einum mánuði eftir fyrstu og sú þriðja 5 mánuðum síðar. Bólusetningar fara fram á Heilsugæslustöð á sama tíma og farið er yfir bólusetningarskírteini. Nóg er að nemandi hafi fengið eina sprautu áður en verknámstímabil hefst.

MÓSA ræktun

Ef nemandi hefur verið í verknámi, legið, eða unnið á erlendum sjúkrastofnunum sex mánuðum fyrir nám á Landspítala, eða áður greinst með MÓSA, þarf að rækta fyrir MÓSA (Meticillín ónæmur Staphylococcus aureus). Neikvætt svar úr ræktun þarf að liggja fyrir áður en klínískt nám hefst á Landspítala. Strok er tekið af hjúkrunarfræðingi á þinni Heilsugæslustöð. Svar liggur fyrir innan 2-3 sólarhringa svo best er að gera MÓSA próf tímanlega.

ATH. Bólusetningarvottorð verður að vera klárt og skilað í skilabox á moodle mánuði áður en vinnustaðanám hefst, ef ekki þá getur nemandi ekki hafið vinnustaðanám.

Þagnarskylda

Allir nemendur þurfa að skila inn þagnarskyldu áður en vinnustaðanám á Landspítala hefst. Þagnarskyldupappír nálgast nemendur á moodle-síðu áfangans, prenta þarf þagnarskyldu út og annað hvort skanna inn eða taka mynd og skila í viðeigandi skilabox á moodle.

ATH. Þagnarskyldupappír þarf að vera undirritaður og skilað í skilabox á moodle mánuði áður en vinnustaðanám hefst, ef ekki þá getur nemandi ekki hafið vinnustaðanám.

Auðkenniskort

Allir nemendur þurfa að sækja um auðkenniskort áður en vinnustaðanám á Landspítala hefst. Nemandi sækir um auðkenniskort hér (https://audkenniskort.landspitali.is/) og sendir passamynd með umsókninni. Myndin á að vera með einlitum bakgrunni og í stærð 3,5x4,5 cm. Einnig er hægt að fara í myndatöku í Skaftahlíð 24, virka daga kl. 10-12 og kl. 13-15. Auðkenniskort er sent á þá deild sem þú ert að fara á í vinnustaðanám og auðkenniskortið gildir þar til þú útskrifast. Ef þig vantar frekari upplýsingar getur þú haft samband við audkort@landspitali.is eða í s. 543-1880.

Sjúkrahúsið á Akureyri – hvað þarf ég að gera áður en ég byrja í vinnustaðanámi þar?

Nemendur sem eru á leið í vinnustaðanám á Sjúkrahúsið á Akureyri verða að skila inn vottorðum, prófunum og ræktunum einum mánuði áður en vinnustaðanám hefst.

Bólusetningar (aðrar en fyrir lifrarbólgu B)

Öllum nemendum er skylt að skila vottorði um að þeir hafi verið bólusettir með/fyrir:

  • Boostrix polio: Barnaveiki (Diphtheria), stífkrampi (Tetanus), kikhósti (Pertussis) og mænusótt (Polio). Þessar bólusetningar þarf að endurnýja á 10 ára fresti.
  • M-m rvaxpro eða Priorix (MMR): Mislingar (Morbilli), hettusótt (Parotitis epidemica) og rauðir hundar (Rubella). Nemandi þarf að hafa fengið tvær bólusetningar sem barn eða eina bólusetningu eftir 12 ára.
  • Ef nemandi þarf að uppfæra bólusetningar þá þarf hann að gera það á heilsugæslustöð a.m.k. 1 mánuði áður en komið er til starfsmannahjúkrunarfræðings á Landspítala.

Vottorð fá nemendur á moodle-síðu áfangans og því er einnig skilað þangað inn í viðeigandi skilabox. Nemendur sækja vottorðið á moodle-síðunni, prenta það út, fara með á næstu heilsugæslustöð þar sem hjúkrunarfræðingur fer yfir bólusetningarskírteini og endurnýjar þær bólusetningar ef þörf er á og kvittar undir vottorðið og stimplar með stimpli frá heilsugæslustöðinni.

Berklapróf

Öllum nemendum er skylt að fara í berklapróf áður en þeir hefja verklegt nám á spítalanum. Berklapróf eru gerð á heilsugæslustöð á sama tíma og farið er yfir bólusetningarskírteini.

Lifrarbólga B

Nemendum í heilbrigðisgreinum er skylt að láta bólusetja sig gegn lifrarbólgu. Bólusett er þrisvar á 6 mánaða tímabili. Sprauta tvö er gefin einum mánuði eftir fyrstu og sú þriðja 5 mánuðum síðar. Bólusetningar fara fram á Heilsugæslustöð á sama tíma og farið er yfir bólusetningarskírteini. Nóg er að nemandi hafi fengið eina sprautu áður en verknámstímabil hefst.

MÓSA ræktun

Ef nemandi hefur verið í verknámi, legið, eða unnið á erlendum sjúkrastofnunum sex mánuðum fyrir nám á Landspítala, eða áður greinst með MÓSA, þarf að rækta fyrir MÓSA (Meticillín ónæmur Staphylococcus aureus). Neikvætt svar úr ræktun þarf að liggja fyrir áður en klínískt nám hefst á Landspítala. Strok er tekið af hjúkrunarfræðingi á þinni Heilsugæslustöð. Svar liggur fyrir innan 2-3 sólarhringa svo best er að gera MÓSA próf tímanlega.

ATH. Bólusetningarvottorð verður að vera klárt og skilað í skilabox á moodle mánuði áður en vinnustaðanám hefst, ef ekki þá getur nemandi ekki hafið vinnustaðanám.

Þagnarskylda

Allir nemendur þurfa að skila inn þagnarskyldu áður en vinnustaðanám á Landspítala hefst. Þagnarskyldupappír nálgast nemendur á moodle-síðu áfangans, prenta þarf þagnarskyldu út og annað hvort skanna inn eða taka mynd og skila í viðeigandi skilabox á moodle.

ATH. Þagnarskyldupappír þarf að vera undirritaður og skilað í skilabox á moodle mánuði áður en vinnustaðanám hefst, ef ekki þá getur nemandi ekki hafið vinnustaðanám.

Ég er að koma erlendis frá í verknám, hverju þarf ég að huga að?

Erlendir nemar / íslenskir nemar erlendis frá:

Nemendum sem koma erlendis frá (íslenskum og erlendir) er skylt að framvísa nýju svari úr berklaprófi, bólusetningarvottorði, staðfestingu á bólusetningu gegn lifrarbólgu B og nýju svari úr MÓSA ræktun sem tekin er eftir síðustu dvöl á klínískri deild erlendis. Gögnum er skilað til deildarstjóra eða tengilið verknáms við upphaf námsdvalar og einnig til kennara mánuði áður en vinnustaðanám hefst. Ekki er hægt að stunda nám á Landspítala nema gegn framvísun þessara vottorða og ræktunar. Sjá upplýsingar á ensku á eftirfarandi slóð: www.landspitali.is/health-certificates

Hvað er starfsþjálfun?

Starfsþjálfun sjúkraliðanema er reynslutími á heilbrigðisstofnun og stendur yfir í 16 vikur (80 vaktir) miðað við 100% starf. Starfsþjálfun er launuð skv. kjarasamningi Sjúkraliðafélagsins. Heimilt er að skipta starfsþjálfun niður í tvö tímabil, en þjálfunin skal þó vera samfellt á hverju tímabili og lágmarks vinnuhlutfall ekki fara undir 60% og hver vinnulota sé ekki styttri en 4 vikur. Starfsþjálfun er metin sem 27 feininga nám á sjúkraliðabraut.

Tilgangur starfsþjálfunar er að nemendur þjálfi sem best þá færni sem þeir tileinkuðu sér í verknáminu og kynnist deildarstarfi og vaktafyrirkomulagi. Á tímabilinu eiga nemendur að öðlast hæfni og sjálfstæði í störfum sjúkraliða undir handleiðslu reyndra sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga.

Nemandi getur hafið starfsþjálfun á öldrunardeildum og fengið hana metna þegar þeir hafa lokið áföngunum:

  • HJÚK1AG05, HJÚVG1VG05, LÍBE1HB01– Almenn hjúkrun bókleg og verkleg
  • HJÚK3ÖH05 – Öldrunarhjúkrun
  • VINN3ÖH08 – Vinnustaðanám á öldrunarstofnun

Nemendur geta hafið starfsþjálfun á hand- og/eða lyflæknisdeildum og fengið hana metna þegar þeir hafa lokið áföngunum:

  • HJÚK1AG05, HJÚVG1VG05 – Almenn hjúkrun bókleg og verkleg
  • HJÚK2HM05, HJÚK2TV05 – Lyflæknis- og handlæknishjúkrun
  • VINN2LS08 – Vinnustaðanám á lyflæknis- eða handlæknisdeild

Nemandi getur hafið starfsþjálfun á sérdeildum eða öðrum deildum eftir að hafa lokið:

  • HJÚK3FG05 – Samfélagshjúkrun
  • VINN3GH08 – Vinnustaðanám á sérdeildum

Nemendur þurfa sjálfir að útvega sér starfsþjálfunarpláss á stofnunum og gerir námssamning við viðkomandi stofnun. Skrifa þarf undir Starfsþjálfunarsamning og skila til umsjónarkennara. Á starfsþjálfunartímabilum þiggur nemi laun skv. kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands. Nemendur sækja um starfsþjálfunarpláss á vef Landspítala hér og velja krækjuna ,,umsókn um launaða starfsþjálfun sjúkraliðanema skv. námskrá tímabilið. . .“. Í viðhengi með umsókn þarf að fylgja staðfest vottorð frá umsjónarkennara um að nemandi megi hefja starfsþjálfun.

Nemendur mega hvorki taka starfsþjálfun á sínum vinnustað né fyrrum vinnustað.

Hvenær má ég byrja í starfsþjálfun?

Nemendur mega hefja starfsþjálfun um leið og þeir hafa lokið fyrsta bóklega og verklega hjúkrunaráfanganum (VINN3ÖH08 & HJÚK3ÖH05). Annars er þetta vel útskýrt í liðinum hér fyrir ofan sem heitir Hvað er starfsþjálfun (sjá spurningu 10).

Nemendur verða að senda beiðni á umsjónarkennara í tölvupósti og fá samþykki fyrir starfsþjálfuninni og skrifa undir námssamning áður en starfsþjálfun hefst.

Get ég fengið hluta af starfsþjálfuninni metna?

Hægt er að fá 20 vaktir af 80 vöktum í starfsþjálfun metnar.

Skilyrðin eru að:
  • Nemandi hafi unnið í 5 ár eða lengur við umönnun í lágmarki 60% starfshlutfalli.
  • Nemandi sé starfandi við umönnun núna.
  • Að ofangreind starfsreynsla sé fengin á viðurkenndri heilbrigðisstofnun þar sem yfirmaður er hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði.
Til að fá þessar vaktir metnar verður nemandi að skila inn:
  • Meðmælum frá vinnuveitanda þar sem fram kemur við hvaða störf nemandi hefur og er að vinna.
  • Staðfestingu vinnuveitanda á vinnutímabili og starfshlutfalli.
  • Skjölin verða vera undirrituð og stimpluð af stofnun/stofnunum sem um ræðir.

Ofangreindar upplýsingar verða að koma skýrt fram á vottorðum (að nemandi uppfylli ofangreindar kröfur til að fá vaktirnar metnar).

*Skila þarf vottorði frá vinnuveitanda ÁÐUR en starfsþjálfunartímabil hefst.

ATH. Að þó þið fáið 20 vaktir metnar, þá þarf samt að skipta restinni (60 vöktum) niður á tvö tímabil

ATH. Að hvorki er hægt að fá metnar vaktir á sambýlum né sumarbúðum fatlaðra upp í starfsþjálfun.

Áður en ég byrja í starfsþjálfun, hvað geri ég?

Nemandinn sækir um starf á þeim stað sem viðkomandi langar. Sendir tölvupóst á umsjónarkennara og biður um staðfestingavottorð fyrir starfsþjálfun og lætur kennara jafnframt vita hvar neminn hyggst sækja um. Áður en nemandi hefur starfsþjálfun fær viðkomandi pappíra senda frá kennara sem teknir eru með í starfsþjálfunina. Að lokinni starfsþjálfun fyllir hjúkrunardeildarstjóri út pappírana og nemandi skilar þeim til umsjónarkennara svo hægt sé að færa það inn í námsferil nemanda í INNU.

Þarf ég að ljúka starfsþjálfun strax á eftir vinnustaðanámi?

Þess þarf ekki. Nemandi má geyma alla starfsþjálfun þar til á síðasta námsárinu, þegar viðkomandi er búinn með alla bóklega og verklega hjúkrun.

Má ég taka vinnustaðnám og starfsþjálfun á mínum vinnustað?

Nei, það má ekki. Hvorki á núverandi né fyrrum vinnustöðum. Mjög strangt er tekið á þessum þætti.

Þarf ég að vera í lágmarks vinnuhlutfalli í starfsþjálfun?

Nemandi þarf að vera í að lágmarki 60% starfshlutfalli.

Má taka starfsþjálfun á einum vinnustað?

Nei, það má ekki. Tilgangur starfsþjálfunar er að auka víðsýni, þekkingu og reynslu nemenda. Við lærum alltaf eitthvað nýtt á nýjum stað. Allir nemendur verða að fara á að lágmarki tvo staði.

Hver er munurinn nákvæmlega á vinnustaðanámi og starfsþjálfun?

Vinnustaðanámið eru þrír áfangar. VINN3ÖH08, VINN2LS08 og VINN3GH08. Þessa áfanga verður nemandi að taka samhliða bóklegum hjúkrunaráföngum. Skólinn útvegar nemendum plássi í vinnustaðanámi. Vinnustaðanámið er ólaunað.

Starfsþjálfun er samtals 80 vakir þar sem nemendur vinna undir handleiðslu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Starfsþjálfun þarf að skipta upp í tvö til þrjú tímabil. Nemendur verða sjálfir að verða sér út um starfsþjálfunarpláss. Starfsþjálfun er launuð skv. kjarasamningum Sjúkraliðafélagsins.

Hver eru launin yfir starfsþjálfunartímabilið?

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sjúkraliðafélagsins. Hægt er að hafa samband við sjúkraliðafélagið til að fá frekari upplýsingar um nemalaunin.

Get ég farið í starfsþjálfun í heimahjúkrun þegar ég hef lokið öldrunarhjúkrun?

Nei, heimahjúkrun tilheyrir sérdeild og áfanganum VINN3GH08 (vinnustaðanám á sérdeildum). Nemandi má fara í starfsþjálfun í heimahjúkrun þegar viðkomandi hefur lokið HJÚK3FG05 og VINN3GH08.

Hvar get ég sótt um í starfsþjálfun eftir að hafa lokið VINN3GH08?

Þá geta nemendur sótt um á sérdeildum, eins og geðdeild, endurhæfingardeild, gjörgæsludeild, kvennadeild, heimahjúkrun, barnadeild, heilsugæslu, bráðamóttöku, líknardeild, Reykjalund og Heilsustofnun í Hveragerði.

Hvenær má ég taka lokaverkefnisáfanga?

Nemandi má fara í lokaverkefnisáfangann (HJÚK3LO03) eftir að hafa lokið öllum bóklegum og verklegum áföngum. (HJÚK1AG05, HJÚK3ÖH08, HJÚK2TV05, HJÚK2HM05, HJÚK3FG05, VINN3ÖH08, VINN2LS08 OG VINN3GH08).

Skyndihjálp – námskeið. Hvernig klára ég það?

Skyndihjálp fer hver nemandi í á eigin vegum, oftast í sínu bæjarfélagi. Skilyrði er að námskeiðið sé 12. klst. að lágmarki. Námskeið á vegum Rauða krossins koma oft hingað inn en einnig er gott að hafa samband við Rauða krossinn í þínu umdæmi og spyrjast fyrir um næsta námskeið. Að loknu skyndihjálparnámskeiði skilar nemandi inn skírteini til kennara, osp@fnv.is eða fjarnámsstjóra fjarnam@fnv.is.

ATH. Mælt er með að nemendur á sjúkraliðabraut/brú taki skyndihjálparnámskeið á loka námsárinu sínu.

Skyndihjálp – skírteinið mitt er orðið eldra en 2 ára. Hvað þá?

Ef nemandi hefur áður lokið skyndihjálparnámskeiði en það skírteini orðið eldra en 2 ára er nóg að nemandi taki 4 klukkustunda endurmenntunar námskeið. Sé skyndihjálparskírteinið hins vegar orðið eldra en 5 ára þurfa nemendur að taka 12 klukkustunda skyndihjálparnámskeiðið upp á nýtt.

Upplýsingar um námskeið finnur þú hér en einnig er gott að hafa samband við Rauða krossinn í þínu umdæmi og spyrjast fyrir um næsta námskeið.

ATH. Mælt er með að nemendur á sjúkraliðabraut/brú taki skyndihjálparnámskeið á loka námsárin sínu.

Eru einhverjar staðarlotur?

Ein staðarlota er á námstímanum í áföngunum HJVG1VG05 og LÍBE1HB01. Staðarlotan stendur yfir eina langa helgi og er á haustönn.

Eru próf á sjúkraliðabrautinni?

Já, það eru próf. Mismunandi í hvaða áföngum. Í sumum áföngum er símat og í öðrum eru lokapróf.

Hvernig sæki ég um leyfisbréf þegar ég hef lokið námi á sjúkraliðabraut?

Nemandi sækir um starfsleyfi til Embætti landlæknis, það er gert hér.

Hvað þarf ég að gera til að geta útskrifast?

Ljúka þarf öllum einingum brautarinnar og skrá sig til brautskráningar í upphafi lokaannar. Nemandi skráir sig til brautskráningnar með því að senda tölvupóst á skrifstofu skólans fnv@fnv.is