Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra býr nemendur undir líf og starf í alþjóðlegu umhverfi m.a. með þátttöku í fjölþjóðlegu samstarfi og verkefnum.
Gera má ráð fyrir að hluti nemenda FNV stundi síðar nám og störf erlendis. Af þeim sökum er mikilvægt að þeir kynnist menningu og tungumálum annarra þjóða, einkanlega í ljósi landfræðilegrar stöðu Íslands þar sem langt er í næstu nágranna. Sama gildir um starfsfólk skólans og starfsemi hans. Skólinn hefur um árabil tekið þátt í margvíslegum Evrópuverkefnum á vegum Erasmus+ og Nordplus sem hafa náð til nemenda, starfsmanna og skólaþróunar.
Stefna skólans er að:
- Styrkja stöðu sína á sviði bóknáms, verknáms og starfsnáms með virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og samstarfi við skóla og stofnanir í Evrópu.
- Byggja upp tengslanet og samstarf við aðra skóla og stofnanir utan og innan Evrópu.
- Hvetja nemendur og starfsfólk til þátttöku í fjölþjóðlegum verkefnum.
- Stuðla að aukinni þekkingu og skilningi nemenda og starfsfólks á menningu og tungu annarra þjóða.
- Gera nemendur og starfsfólk meðvitað um þau tækifæri sem felast í þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.
- Miðla og sækja þekkingu og reynslu til annarra þjóða.
- Taka þátt í alþjóðlegum verkefnum sem snúa m.a. að:
- þjálfun starfsfólks m.a. með því að greiða götu þeira sem vilja kynna sér starfsemi skóla og stofnana erlendis með áherslu á faggreinar og nýjungar í námi og kennslu.
- starfsnámi nemenda. Stefnt er að því að á hverjum tíma séu að jafnaði eitt til tvö slík verkefni í gangi.
- samstarfsverkefnum milli skóla þ.á.m. á sviði starfsmenntunar.
- öðrum sértækum verkefnum sem skólinn metur gagnleg.
- Standa fyrir hópheimsóknum kennara og annars starfsfólks í aðra skóla og stofnanir annað hvert ár. Þá er gert ráð fyrir að 1-2 kennarar og aðrir starfsmenn sæki að jafnaði námskeið og/eða ráðstefnur á hverri önn.
- Kynna þátttöku skólans í erlendum samstarfsverkefnum fyrir nemendum og öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulag og framkvæmd:
Alþjóðafulltrúi heldur utan um erlend samskipti á vegum skólans.
- Hann vinnur að stefnumótun skólans um alþjóðlegt samstarf og vinnur í anda hennar.
- Hann vinnur í náinni samvinnu við deildarstjóra og kennara og situr fundi með stjórnendum eftir þörfum.
- Hann fylgist með tækifærum til erlends samstarfs á vegum Erasmus+, Nordplus og fleiri aðila sem standa fyrir slíku samstarfi.
- Hann aðstoðar verkefnastjóra við styrkumsóknir, finnur skóla og fyrirtæki, undirbýr ferðir og sér um að pappírar séu rétt út fylltir.
- Hann fylgist með framgangi mála á meðan á ferðum stendur.
- Hann fylgir eftir einstökum verkefnum með spurningakönnun og/eða viðtölum við þátttakendur.
- Hann stýrir vinnu starfsfólks, kennarara og nemenda við undirbúning, skipulag, framkvæmd og úrvinnslu ferða og viðburða.
- Hann tekur saman tölfræðilegar upplýsingar um einstök verkefni þ.á.m. um fjölda þátttakenda og gagnsemi viðkomandi vekefnis.