Ráðherra skipar skólanefnd til fjögurra ára í senn en í henni sitja fimm manns. Tveir eru tilnefndir af sveitarstjórn og þrír eru skipaðir án tilnefningar. Kennarar, foreldrar og nemendafélag tilnefna hvert sinn áheyrnarfulltrúann. Skólanefnd markar áherslur í skólastarfinu og er skólameistara til ráðgjafar í margvíslegum málum. Skólameistari situr fundi skólanefndar. Fundargerðir skulu vera aðgengilegar almenningi á heimasíðu skóla.

Skólanefnd skipuð til fjögurra ára frá 24. mars 2025:

Aðalmenn án tilnefningar:
  • Halldór Gunnar Ólafsson
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir
  • Bryndís K. Williams Þráinsdóttir
Aðalmenn samkvæmt tilnefningu Samtaka sveitarfélaga Norðurlandi vestra:
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Grímur Rúnar Lárusson
Varamenn án tilnefningar:
  • Rakel Þorbjörnsdóttir
  • Ingvar Páll Ingvarsson
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir
Varamenn samkvæmt tilnefningu Samtaka sveitarfélaga Norðurlandi vestra:
  • Einar Eðvald Einarsson
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir