1. Nemendur, sem stunda nám í þremur áföngum eða fleiri í dreifnámi, greiða fyrir það gjald að upphæð kr. 30.000 á önn fyrir þjónustu sem nemandinn fær af hendi FNV. Þessum nemendum er jafnframt skylt að sækja staðnám við FNV í 10 daga á hverri önn.
  2. Nemendur geta óskað eftir einum áfanga í fjarnámi án endurgjalds.
  3. Nemendum í dreifnámi er heimilt að óska eftir dvöl á heimavist skólans umfram fyrrgreinda 10 daga í staðnámi. Ósk þess efnis þarf að berast frá umsjónarmanni dreifnáms til heimavistarstjóra. Í þeim tilvikum greiða þeir fyrir fæði eins og aðrir nemendur á heimavistinni og kr. 3.000 fyrir sólarhringinn. Nemendur yngri en 18 ára þurfa samþykki foreldra fyrir gistingu á heimavist um helgi.
  4. Nemendur sem gista á heimavistinni þurfa að leggja til allan rúmfatnað.
  5. Nemendur sjá sjálfir um þrif og frágang á herbergjum og salernum.
  6. Nemendur skulu hafa skilað af sér herbergi sínu í síðasta lagi kl. 16:00 á heimaferðardegi.

Sauðárkróki 01.08.2022

Skólameistari