Með notendanafni og lykilorði hafa allir nemendur aðgang að skólaneti FNV. Tölvubúnaður skólans er eign hans og ætlaður til náms, kennslu, kynningar og annarra þátta sem samrýmast markmiðum skólans.

  1. Nemendur, sem eru að vinna verkefni vegna náms, hafa forgang að tölvum skólans.
  2. Virða ber friðhelgi notenda.
  3. Handhafi notendanafns er ábyrgur fyrir notkun þess.
  4. Skólinn áskilur sér fullan rétt til að meðhöndla gögn með notendanúmerum, fara yfir, skoða og eyða efni á gagnasvæðum.
  5. Fylli nemandi heimasvæðið sitt getur kerfisstjóri eytt gögnum án fyrirvara.
  6. Aðgangi nemenda að Office 365 er lokað og gögnum eytt eftir 30 daga frá því að nemandi brautskráist frá skólanum eða hættir námi.
  7. Innbrot eða tilraun til innbrots í tölvukerfi verður kært til lögreglu.
  8. Óheimilt er að:
    1. lána öðrum netfang og lykilorð,
    2. nota aðgang að neti skólans til þess að reyna að komast ólöglega inn á net eða tölvur í eigu annarra,
    3. sækja, senda, geyma eða nota á neti skólans forrit sem hægt er að nota til innbrota eða annarra skemmdarverka,
    4. breyta vinnuumhverfi á tölvum skólans,
    5. breyta, afrita eða fjarlægja vélbúnað, hugbúnað eða gögn í eigu skólans,
    6. setja inn á eigið svæði og almenn gagnasvæði, hugbúnað án samþykkis kerfisstjóra.

Brot á þessum reglum geta leitt til lokunar á aðgangi að tölvukerfi skólans eða fyrirvaralausrar brottvísunar úr skóla sé um alvarlegt brot að ræða.

12.02.2024

Ingileif Oddsdóttir, skólameistari.