Umhverfisstefna FNV

  • Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra leggur áherslu á að umhverfi sé snyrtilegt og heilnæmt
  • Ákvarðanir um starfsemi og rekstur skólans skulu teknar með tilliti til umhverfismála
  • Skólinn skilar grænu bókhaldi ár hvert.
  • Skólinn setur sér markmið um minni losun gróðurhúsalofttegunda sem og minnkun sorps í urðun
  • Skólinn skal ávallt fylgjast með nýjungum á sviði umhverfismála og miðla þekkingu til nemenda og starfsfólks á markvissan hátt.
  • Skólinn lítur eftir og mælir þýðingarmikla umhverfisþætti stofnunarinnar reglulega.
  • Umhverfisstefna skólans skal vera einföld og skýr og skal birt á vef skólans.
  • Umhverfisstefna skólans skal endurskoðuð reglulega

Markmið:

  • Að fylgja settum lögum og reglugerðum um umhverfisvernd og setja markmið til að ná þeim.
  • Að uppfylla skrefin 5 hjá Grænum Skrefum fyrir ríkisstofnanir
  • Að verða handhafi Grænfánans
  • Að bjóða upp á fræðslu um umhverfismál.
  • Að minnka losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi skólans
  • Að minnka losun sorps til urðunar vegna starfsemi skólans
  • Að virkja nemendur og starfslið skólans til þátttöku í umhverfismálum.
  • Að meta árangur í umhverfismálum í skólanum
  • Að vera í farabroddi í umhverfismálum og fylgjast með framförum sveitafélagsins Skagafjarðar í þeim málaflokki.

Staðan í umhverfismálum:

  • Skólinn skilar grænu bókhaldi fyrir 1. apríl ár hvert
  • Skólinn flokkar allt sorp á kaffistofum, göngum og útisvæði.
  • Skólinn verslar við umhverfisvottuð fyrirtæki þar sem möguleiki er á því
  • Allur pappír skólans er umhverfisvottaður sem og hreinsiefni sem notuð eru. Skólinn hefur minnkað notkun á spilliefnum við ræstingar töluvert.
  • Starfsfólk og nemendur fá reglulega fræðslu um umhverfismál

Helstu verkefni umhverfisnefndar:

  • Að hafa allan húsbúnað og búnað til vinnu og starfsaðstöðu í fullkomnu lagi svo öryggi og hreinlæti sé hvergi ábótavant.
  • Að fylgjast með orkunotkun, stilla ofnkrana og loftræsta svo orkunotkun til upphitunar verði sem hagkvæmust. Stuðla skal að sem hagkvæmastri lýsingu í húsnæði skólans utan sem innan.
  • Að koma upp merkimiðum með áminningum um að slökkva ljós og á tölvum eftir notkun.
  • Að gera umhverfisvæn innkaup eftir því sem mögulegt er hverju sinni.
  • Að nýta umhverfisvæn hreingerningarefni eftir því sem hægt er.
  • Að fara varlega og sparlega með öll spilliefni, flokka þau frá sorpi, svo sem prentvökva, rafhlöður, flúorperur, málningu og leysiefni og koma þeim í spilliefnamóttöku.
  • Að fræða starfsfólk um flokkun úrgangs og sinna eftirliti.
  • Að allur óskila fatnaður og skór fari til líknarfélaga svo sem Rauða krossins, Hjálpræðishersins og mæðrastyrksnefndar.
  • Að skýrar merkingar og leiðbeiningar um umferð og umgengni innan húss og utan séu sýnilegar, þar á meðal merkingar um að óæskilegt sé að láta bifreiðir ganga í lausagangi. Gönguleiðir séu greiðar og hjólastæði næg fyrir hjólandi vegfarendur.