Á fjölgreinabraut (staðfestingarnúmer 45) er lögð áhersla á gott almennt nám og mikið val nemenda. Brautin er góður almennur undirbúningur undir nám á háskólastigi, með áherslum í vali geta nemendur undirbúið sig fyrir frekara nám á áhugasviðum sínum. Val nemenda verður að vera í samráði við deildarstjóra og námsráðgjafa.
Forkröfur
Inntökuskilyrði á fjölgreinabraut eru að nemandi hafi lokið grunnskóla. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð a.m.k. hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps fornámi í þessum greinum.
Skipulag
Nám á fjölgreinabraut er bæði bóklegt og verklegt og ræðst samsetningin af vali nemanda en frjálst val einkennir brautina. Námið fer fram í skólanum. Á brautinni er lögð áhersla á góðan almennan grunn og mikið val.
Námsmat
Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreyttar aðferðir við námsmat. Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara.
Reglur um námsframvindu
Lágmarkseiningafjöldi á brautinni er 200 einingar. Fullt nám er 30 einingar á önn. Lágmarkseinkunn er 5 í öllum áföngum. Í áfangalýsingum koma fram skilyrði um undanfara. Í skólareglum eru gerðar kröfur um skólasókn.
Hæfniviðmið
- takast á við frekara nám í nýsköpun, tæknigreinum, listgreinum eða skyldum greinum á háskólastigi
- hagnýta þekkingu við úrlausn margvíslegra verkefna í daglegu lífi, starfi og við frekara nám á ýmsum sviðum
- beita vísindalegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mælingar, mat, úrvinnslu og túlkun
- nota skapandi hugsun við lausn viðfangsefna
- fjalla um og taka þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags
- njóta umhverfisins, virða það og nýta á skynsamlegan hátt
- nýta fjölbreytta kunnáttu ásamt skapandi hugsun í mögulegri framtíðarþróun
- geta skýrt og rökstutt verklag á ábyrgan og skýran hátt
- afla sér víðtækra upplýsinga, jafnt á íslensku sem erlendum tungumálum, er tengjast viðfangsefnum brautarinnar og meta áreiðanleika þeirra
- tengja þekkingu sína og leikni við tækni og vísindi
- vera ábyrgur og virkur einstaklingur í lýðræðissamfélagi
- greina ný tækifæri og nýta sér þau
Skipting á annir
Kjarni
Bundið pakkaval
Frjálst val