bókmenntir, málsaga, ritun, tjáning
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í þessum áfanga er fjallað um ritgerðarskrif, goðafræði og málsögu. Ritgerðarskrif: Nemendur þjálfast í öflun og úrvinnslu heimilda um sérhæfð efni og nýta sér upplýsingatækni við verkefnavinnu. Goðafræði: Nemendur fræðast um goðafræði og hugmyndaheim norrænna manna til forna. Málsaga: Nemendur kynnast uppruna, sögu og þróun íslenskunnar. Nemendur lesa einnig bókmenntaverk sem tengist viðfangsefnum áfangans og vinna með það á fjölbreyttan hátt.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- sögu íslensku frá upphafi til nútímans, einkennum hennar og tengslum við önnur tungumál
- mikilvægi þess að ástunda vönduð vinnubrögð við úrvinnslu og meðferð heimilda
- hugmyndaheimi norrænna manna til forna, norrænum goðum og helstu sögum af þeim
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- vitna í heimildir, vísa til þeirra og skrá á viðeigandi hátt
- nota fræðilegt efni við gerð heimildaritgerða og verkefna
- nota bókmenntafræðileg hugtök við greiningu og túlkun
- tjá skoðanir sínar á námsefninu með skipulögðum hætti
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- greina og túlka bókmenntatexta og færa rök fyrir skoðunum sínum munnlega og skriflega
- leggja mat á heimildir og vinna úr þeim með skipulögðum hætti
- skrifa vandaðan texta á góðu og blæbrigðaríku máli
- vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra
Nánari upplýsingar á námskrá.is