Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra býður upp á stöðupróf í dönsku, ensku, spænsku og þýsku. Stöðupróf er fyrir innritaða nemendur skólans og er það haldið í byrjun hverrar annar.
Rétt til stöðuprófs hafa þeir sem dvalist hafa um lengri eða skemmri tíma erlendis og hafa góðan grunn í viðkomandi tungumáli líkt og um móðurmál væri að ræða. Metnir verða áfangar á fyrstu tveimur þrepum framhaldsskólans.
Hafi nemandi staðist stöðupróf er áfanginn skráður í INNU með einkunnina M eigi síðar en tveimur vikum eftir prófdag.
Stöðupróf eru í boði í upphafi hverrar annar og eru auglýst á heimasíðu skólans.
Gjald fyrir hvert stöðupróf er kr. 12.000.
12.03.2021
Ingileif Oddsdóttir, skólameistari