Vélvirkjun (247 fein.)

Nám í málm- og véltæknigreinum er sambland af verk- og bóknámi sem miðar að því að búa nemandann undir líf og störf í nútíma lýðræðissamfélagi þar sem reynir á gagnrýna hugsun og upplýsingaöflun auk virkrar þátttöku í mótun þess samfélags sem nemandinn er hluti af. Markmið náms í vélvirkjun er að að gera nemandann færan um að uppfylla hæfnikröfur sem gerðar eru til vélvirkja en þeir fást m.a. við uppsetningu, viðgerðir, viðhald, endurnýjun og þjónustu á hvers kyns vél- og tæknibúnaði t.d. í skipum, vinnslustöðvum, vinnuvélum, verksmiðjum, orkuverum og orkuveitum.

Forkröfur

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Skipulag

Fyrsta árið er grunnnám málm- og véltæknigreina. Annað árið í vélvirkjanámi inniheldur faggreinar (iðnnámsgreinar), auk kjarnagreina sé þeim ólokið. Námið felst bæði í bók- og verknámi. Þriðja námsárið inniheldur faggreinar. Náminu lýkur með sveinsprófi í vélvirkjun (að lokinni starfsþjálfun) sem veitir rétt til starfa við vélvirkjun og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. Að loknu sveinsprófi hefur neminn ennfremur öðlast rétt til að sækja um vélavarðaréttindi 750kW að 12 metrum samanber reglugerð 850/2017.

Námsmat

Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans.

Reglur um námsframvindu

Nám á brautinni er 247 einingar og skilar nemendum hæfni á 3. þrepi. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá. Til að ljúka námi í vélvirkjun þurfa nemendur að hafa lokið vinnustaðanámi / starfsþjálfun sem staðfest er með lokum á rafrænni ferilbók.

Hæfniviðmið

  • tileinka sér heilbrigðan lífsstíl
  • taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi
  • sýna öðrum virðingu óháð kyni, þjóðerni, aðstæðum og lífsgildum
  • sýna frumkvæði og beita sköpunargáfu til lausnar viðfangsefna
  • leysa verkefni sem fela í sér meðferð á tölum og tölfræði
  • gera grein fyrir skoðunum sínum og hugmyndum á fjölbreyttan hátt
  • sýna ábyrgð í umgengni um umhverfi sitt og náttúru
  • sinna almennum og sérhæfðum störfum sem tengjast málmiðngreinum
  • gæta ávallt fyllsta öryggis við störf sín
  • lesa teikningar og verk- og framleiðsluleiðbeiningar
  • meðhöndla efni, áhöld og tæki sem notuð eru í málmiðngreinum
  • tileinka sér nýjungar á starfsvettvangi sínum
  • greina almenna þætti í málmiðngreinum, m.a. gæða- og framleiðslumál
  • vinna sjálfstætt og í samstarfi við aðra
  • meta efnismagn og kostnað fyrir tiltekin verkefni
  • meta verk og aðstæður með tilliti til þekkingar sinnar, m.a. á afl- og straumfræði og efnisfræði málmiðna
  • takast á við frekara nám, t.d. nám til meistararéttinda
Smellið hér til að sjá skiptingu á annir
Almennur kjarni
Námsgrein  1. þrep2. þrep3. þrep
Eðlisfræði EÐLI 2HA05(V) 0 5 0
Efnisfræði málmiðna EFMA 1JS04 4 0 0
Enska ENSK 2OT05 0 5 0
Grunnteikning GRUN 1FF04 2ÚF04 4 4 0
Hlífðargassuða HLGS 2MT032SF04 0 7 0
Iðnteikning málmiðna IÐNT 3AC053CN04 0 0 9
Íslenska ÍSLE 2MB05 0 5 0
Íþróttir ÍÞRÓ 1NA01 1NB01 1NC01 1ND01 1NE01 5 0 0
Kælitækni KÆLI 2VK05 0 5 0
Lagnatækni LAGN 3RS04 0 0 4
Lífsleikni LÍFS 1AN03 3 0 0
Logsuða LOGS 1PS03 3 0 0
Lýðheilsa LÝÐH 1HÞ01 1HÞ02 3 0 0
Rafeindatækni REIT 2AR05 0 5 0
Rafmagnsfræði RAMV 1HL05 2MJ05 2SR05 5 10 0
Rafsuða RAFS 1SE03 3 0 0
Rökrásir RÖKR 3IS05 0 0 5
Skyndihjálp SKYN 2SE01 0 1 0
Smíðar SMÍÐ 1NH05 2NH05 3VV05 5 5 5
Starfsþjálfun STAÞ 1MS20 2MS20 2VS20 3MS20 20 40 20
Stærðfræði STÆR 2RH05 0 5 0
Stýritækni málmiðna STÝR 1LV05 5 0 0
Viðhald véla VIÐH 3VV04 0 0 4
Viðhalds- og öryggisfræði VÖRS 1VÖ04 4 0 0
Vélfræði VÉLF 1AE05 2VE05 5 5 0
Vélstjórn VÉLS 1GV05 2KB05 2TK05 3VK05 5 10 5
Véltækni VÉLT 3ÁL04 0 0 4
Einingafjöldi 242 74 112 56

Frjálst val

Frjálst val: 5 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
      0-5 0-5 0-5
Einingafjöldi 5 0-5 0-5 0-5