Notkun handverkfæra, vélavinna
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: SMÍÐ1NH05
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn hljóti aukna þjálfun í smíði eftir teikningum. Áhersla er lögð á notkun verkstæðisvéla s.s. rennibekkja, fræsivéla, borvéla, niðurefnunarvéla o.fl., meðferð og umhirðu þeirra. Nemandinn lærir að slípa bora og spónskurðarverkfæri, sem hann þarf að nota við smíðina, sem og að nota handbækur og töflur. Áhersla er á að nemandinn öðlist nægilega færni til að leysa tiltölulega einföld verkefni í rennibekk og fræsivél, innan 0,1 mm málvika. Samhliða kennslunni fer fram fræðsla um slysahættu og öryggisþætti á vinnustað, þar sem rík áhersla er lögð á umgengni við vélar og verkfæri sem unnið er með.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mismunandi skrúfgengjum og vinnuútfærslu þeirra
- helstu hlutum rennibekkja, fræsivéla og borvéla og heiti þeirra
- vinnsluháttum og fylgibúnaði rennibekkja, fræsivéla og borvéla
- handbókum og töflum og notkunarmöguleikum þeirra
- almennum öryggisreglum á vinnusvæði
- virkni flóknari véla til smíða
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- renna og fræsa verkefni samkvæmt teikningum
- nota algengustu mæli- og uppmerkitæki
- nota áhöld sem hæfa efninu sem unnið er með
- draga bor og rennistál
- slípa bora og spónskurðarverkfæri
- bora og snitta í málma af mismunandi gerðum
- lesa flóknari teikningar en áður
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- áætla magn og efnistaka það efni sem gefið er upp samkvæmt teikningum
- útbúa verkáætlun
- leysa einföld verkefni í rennibekk og fræsivél, innan 0,1 mm málvika
- nýta handbækur og töflur við vinnslu verkefna
- velja áhöld sem hæfa efninu sem unnið er með
- finna út snúnings- og færsluhraða spóntökuvéla
- skipuleggja vinnu sína á sjálfstæðan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is