Ef nemandi eða forráðamaður vill gera athugasemdir við þjónustu FNV skal hann snúa sér til eftirtalinna aðila eftir því hvert tilefnið er:
Tilefni
|
Viðtakandi
|
Aðstaða nemenda
|
Skólameistari, aðstoðarskólameistari.
|
Ágreiningur nemenda og kennara
|
Skólameistari, aðstoðarskólam., námsráðgj.
|
Ágreiningur stjórnenda og nemenda eða starfsmanna.
|
Skólameistari, mennta- og menningarm.ráðun.
|
Brot á skóla- og heimavistarreglum
|
Skólameistari, aðstoðarskólameistari.
|
Dreifnámsbúnaður
|
Umsjónarfaður fjarnáms, aðstoðarskólam.
|
Einelti
|
Stjórnendur, trúnaðarm. skv. eineltisáætlun.
|
Heimasíða
|
Umsjónarmaður heimasíðu.
|
Kynferðisleg áreitni
|
Jafnréttisfulltrúi, trúnaðarmaður.
|
Mat á fyrra námi
|
Áfangastjóri.
|
Námsvandi nemenda
|
Námsráðgjafi.
|
Próf, próftafla
|
Áfangastjóri, aðstoðarskólameistari.
|
Samskiptaörðugleikar starfsmanna
|
Skólameistari, aðstoðarskólameistari, trúnaðarmaður
|
Skráning skólasóknar
|
Viðkomandi kennari, verkefnisstjóri skólasóknar.
|
Slök skólasókn
|
Félagsráðgjafi, verkefnisstjóri skólasóknar, námsráðgjafi.
|
Tæki og búnaður
|
Umsjónarmaður fasteigna.
|
Tölvukerfi
|
adstod@fnv.is, umsjónarmaður fasteigna.
|
Vinnuaðstaða
|
Skólameistari, aðstoðarskólameistari, umsjónarmaður fasteigna.
|
Yfirferð á verkefnum og verkefnaskil
|
Viðkomandi kennari, deildarstjóri.
|
Rísi ágreiningur milli nemanda/nemenda, kennara og/eða annarra starfsmanna skólans og takist hlutaðeigandi ekki að finna lausn á málinu skal því vísað til skólameistara. Uni málsaðilar ekki niðurstöðu skólameistara má vísa málinu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Komi fram kvartanir eða kærur vegna samskipta nemanda/nemenda og skólameistara og takist ekki að leysa málið innan skólans skal því vísað til úrlausnar mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Við meðferð ágreiningsmála og beitingu viðurlaga vegna brota á skólareglum skal fara að ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993.