- Allir nemendur FNV hafa aðgang að tölvustofum og bókasafni til æfinga- og verkefnavinnu.
- Tölvuver og bókasafn eru vinnustaðir. Stranglega er bannað að afrita forrit/leiki inn á tölvur skólans, breyta uppsetningu skjámynda og aðgangi að tækjum og forritum.
- Öll neysla fastrar og fljótandi fæðu er stranglega bönnuð í tölvustofum og á bókasafni.
- Nemendur skulu virða tímatöflu og víkja úr stofu í lok kennslustundar svo ræstingafólk komist að.
- Ganga skal vel um stofur og bókasafn, búnað og bækur og skilja ekki eftir rusl.
12.02.2024
Ingileif Oddsdóttir, skólameistari.