Þessi vefsíða er birt með fyrirvara um breytingar þar sem námskráin er enn í vinnslu.
Kvikmyndagerðarbraut er 200 eininga námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi. Meginmarkið námsins er að búa nemendur undir frekara nám í kvikmyndagerð á háskólastigi.
Forkröfur
Inntökuskilyrði á brautina er að nemendur hafi lokið grunnskóla. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð a.m.k. hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps fornámi í þessum greinum
Skipulag
Nám á brautinni er bæði bóklegt og verklegt. Bóklegi hluti námsins fer fram í húsnæði skólans en verklegi þátturinn er kenndur á tökustað og í klippirými, undir leiðsögn fagaðila.
Námsmat
Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreyttar aðferðir við námsmat. Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara.
Reglur um námsframvindu
Lágmarkseiningafjöldi á brautinni er 200 einingar. Fullt nám er 30 einingar á önn. Lágmarkseinkunn er 5 í öllum áföngum. Í áfangalýsingum koma fram skilyrði um undanfara. Í skólareglum eru gerðar kröfur um skólasókn.
Hæfniviðmið
- þekkja helstu grunnatriði kvikmyndagerðar og færni og leikni til að nýta þá þekkingu í starfi aðstoðarmanns sérhæfðra kvikmyndagerðarmanna.
- að rita handrit að stuttri kvikmynd ásamt tökuáætlun og útdrætti á efni myndarinnar
- framkvæma alla helstu verkþætti kvikmyndaupptöku, klippingar og lokafrágang samkvæmt námsferilsbók.
- geta með sjálfstæðum vinnubrögðum lagt mat á og skipulagt einstaka verkferla i kvikmyndagerð.
- kunna skil á helstu hugtökum og tækjum sem notuð eru við upptöku kvikmyndaefnis á tökustað innan húss og utandyra.
- hafa þekkingu, færni og vald á að vinna ítarefni, kynningarefni, útdrátt og stiklur fyrir styttri kvikmyndaverk fyrir kvikmyndahátíð.
- hafa þekkingu og vald á að gera tökuáætlun að kvikmyndaverki og færni og leikni til að skila því til þeirra fagaðila er þurfa að vinna eftir tökuáætlun á tökustað
- hafa þekkingu á uppröðun kvikmyndaefnis í klippiforriti og færni og leikni til að skila því sem kvikmyndaverki í formi stuttmynda, heimildarmynda, frétta eða auglýsinga.
- hafa þekkingu og vald á góðri umgengni á tökustað og við frágang og viðskilnað eftir að kvikmyndatökum er lokið.
Skipting á annir
Kjarni
Bundið pakkaval
Frjálst val