KVMG3LO05 - Lokaverkefni - stuttmynd/heimildarmynd fyrir kvikmyndahátíðir

lokaverkefni

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: KVMG2FK05
Í áfanganum vinna nemendur sem framleiðendur með eigið handrit frá áfanganum KVMG2FK05 – Frá hugmynd til framleiðslu kvikmyndar. Ekki er útilokað að nemandi sinni öðrum lykilhlutverkum, s.s. leikstjórn eða klippingu en í áfanganum velur nemandinn sem framleiðandi samnemendur til þess að sinna lykilstörfum við gerð myndarinnar. Kvikmyndatökuáfanginn KVMG3TU05 er kenndur samhliða og nýtast upptökur úr honum fyrir þennan áfanga. Í lok áfangans skila nemendur fullbúinni stuttmynd eða heimildarmynd sem á að vera tilbúin til þátttöku á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Nemendur skili auk þess nauðsynlegu kynningarefni fyrir myndina.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mati og vali á hentugum tökustöðum til kvikmyndunar
  • að meta hvaða vélar, tæki og aðstöðu þarf að útvega til upptöku á mynd og hljóði fyrir stuttmynd/heimildarmynd
  • að meta hvaða sviðsmuni, leikmuni og búninga þarf að útvega vegna upptöku stuttmyndar/heimildarmyndar
  • gerð áætlunar um ráðningu lykilstarfsfólks í undirbúning, tökur, klippingu, hljóðsetningu, litaleiðréttingu og lokafrágang stuttmyndar/heimildarmyndar
  • gerð áætlunar um vinnslu og dreifingu kynningarefnis fyrir stuttmynd/heimildarmynd

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • undirbúa upptöku stuttmyndar/heimildarmyndar með ráðningu lykilstarfsfólks og verkaskiptingu á milli þess
  • gera tillögu um tæki og kvikmyndatökubúnað er útvega þarf fyrir viðkomandi starfsfólk á tökustað
  • gera tillögu um hvaða sviðsmuni, leikmuni og búninga þarf að útvega vegna upptöku stuttmyndar/heimildarmyndar
  • gera áætlun um fullvinnslu kynningarefnis fyrir stuttmynd/heimildarmynd og sjá um framkvæmd hennar
  • vinna á mismunandi sviðum við framleiðslu metnaðarfullrar stuttmyndar/heimildarmyndar í samstarfi við lykilstarfsfólk á tökustað

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera faglega áætlun um framleiðslu metnaðarfullrar stuttmyndar/heimildarmyndar til þátttöku á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum og aðstoða við framkvæmd hennar
  • aðstoða við undirbúning á framleiðslu stuttmyndar/heimildarmyndar með vali á tökustöðum og aðstöðu, tækjum og búnaði
  • aðstoða við undirbúning á framleiðslu á metnaðarfullri stuttmynd með ráðningu lykilstarfsfólks
  • starfa sem fyrsti og/eða annar aðstoðarleikstjóri á tökustað kvikmyndar
  • aðstoða við gerð og framkvæmd áætlunar um kynningu og dreifingu stuttmyndar/heimildarmyndar
Nánari upplýsingar á námskrá.is