Meðal valáfanga í boði á haustönn 2025 eru:
DANS2CY05 Yndislestur á dönsku
Lestur skáldsagna/bóka á dönsku sem nemandi velur í samráði við kennara. Tekið er mið af getu nemanda við val á bókum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Almennum orðaforða í skáldsögum og orðaforða til endursagnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Lesa skáldverk sér til skemmtunar og skilnings og deila lestrarupplifun sinni með öðrum
- Taka afstöðu til innihalds skáldsagnanna og stílbragða
ELDS2JÁ03 Eldsmiðja
Eldsmíði er mjög góður valáfangi fyrir alla, sérstaklega bóknáms nemendur. Eldsmíðin er þannig að það standa allir jafnfætis í byrjun, nemendur í málmi og vélstjórn hafa ekkert forskot á aðra nemendur hvað varðar hæfni og kunnáttu í eldsmíði. Þess vegna hentar Eldsmíðin svona vel fyrir alla.
FABL2FA03 Fablab

FÉLA3AF05 Afbrotafræði
- Af hverju myrti Ted Bundy yfir 30 ungar konur?
- Af hverju eru meiri líkur á að verslun sé rænd að vetri en sumri?
- Geta konur líka framið glæpi?
- Draga dauðarefsingar úr glæpum?
Svörin við þessu og svo mörgu fleiru finnur þú í afbrotafræði.
Á haustönn 2025 verður í boði afbrotafræði sem er áfangi í félagsfræði þar sem fjallað er um afbrot í víðu samhengi. Leitað er svara við því hvað veldur afbrotum, hvað einkennir ólíkar tegundir glæpa, hvað fær fólk til að fremja afbrot og hvernig best er að refsa afbrotamönnum fyrir glæpi sína.
Komdu með í afbrotafræði og vertu eins og gangandi Netflix docuseries um afbrot!
FÉLV3HH05 Helförin og hugarheimur nasista

HGVG3HS02 Húsgagnaviðgerðir
Farið verður yfir muninn á lökkuðum fleti og olíubornum. Hvað þurfi að hafa í huga þegar farið er í að hressa uppá innanhúsmuni, s.s. bæs/litun, pússningu og svo yfirborðsmeðhöndlun.Verður boðið uppá sýnikennslu og svo fá nemendur að spreyta sig auk þess sem þátttakendur geta haft með sér eigin hluti og fengið ráðleggingar við bestu leiðir til lagfæringa.
ÍSLE3CV05 Rómantík og hryllingur í bókmennum
Í áfanganum er lesnir textar frá 19. og 20. öld og fræðst um gotnesku skáldsöguna sem fjallar oftar en ekki um hið óræða og myrka í mannssálinni. Lesin verða skáldverk og brot úr skáldverkum eftir helstu hryllingshöfunda, erlenda sem íslenska. Skoðað er hvernig hryllingur og ástríða birtist í dægurmenningu 21. aldar.
ÍÞRÓ1HO01 Styrktarþjálfun í heitum sal
Fjölbreyttar styrktar æfingar sem henta öllum.
Unnið er með eigin líkamsþyngd, létt lóð og teygjur og vinnur hver á sínum hraða. Unnið er í mislöngum lotum þar sem kjarna- og styrktar æfingar eru í forgrunni.
Tímarnir eru byggðir upp með það að markmiði að styrkja og móta líkamann með öflugum kjarnaæfingum. Tíminn er kenndur í heitum hóptímasal til að fá endurnýjunaráhrif og meiri vöðva mýkt.
Hér eru nokkrir punktar um ávinning þess að stunda æfingar í heitum sal:
- Eykur útskilnað úrgangs / eiturefna í líkamanum
- Styrkir ónæmiskerfið
- Dregur úr vöðvaverkjum, spennu, bólguástandi, liðverkjum og óhreinni húð
- Eykur blóðflæði
- Dregur úr streitu og veitir orku
- Hraðari endurheimt eftir meiðsli og æfingar með hárri ákefð
Hafa skal með sér stórt handklæði yfir dýnuna tímum.
ÍÞRÓ1SP01 Spinning
- Hvað er skemmtilegra en að hjóla og svitna og hlusta á góða tónlist?
- Komdu í spinning
ÍÞRÓ1ÚH01 Útivist
Áfangi er kenndur utan stundatöflu
- Förum í stuttar ferðir innan Skagafjarðar
- Göngur, sund, rafting og fleira
- Skemmtilegur áfangi í skemmtilegum félagsskap
ÍÞRÓ1ÞR03 Þreksport, lífsstíll
Í þessum áfanga er megináherslan á að nemendur fræðist og geti tileinkað sér almenna líkams- og heilsurækt. Þekki mikilvægi hreyfingar fyrir líkama og sál þ.e hvað gerist líffræðilega þegar þeir hreyfa sig. Þekki hvernig eigi að umgangast líkamsræktarsal og hvernig hægt sé að ná árangri í líkamsrækt. Farið verður yfir líkamsbeytingu og grunnatriði hollra lífsvenja.
ÍÞRÓ2SJ02 Sjálfboðastörf innan íþróttahreyfingarinnar
Markmiðið með þessum áfanga er að kynna nemendur fyrir sjálfboðaliðastörfum innan íþróttahreyfingarinnar og mikilvægi þeirra í samstarfi við íþróttafélög á Norðurlandi vestra. Það að sinna sjálfboðaliðastarfi hefur í för með sér ýmsan ávinning. Einstaklingar sem sinna sjálfboðaliðastarfi lýsa því að þátttaka þeirra hafi veitt þeim aukið sjálfstraust, bætt félagshæfni, kennt þeim að starfa í hóp og þau hlotið fjölbreytta reynslu á ýmsum sviðum sem nýtist þeim til framtíðar. Auk þess fylgir almennt ánægja af því að vera í félagsskap og félagsstarfi með fjölbreyttum hópi fólks. Sjálfboðaliðar ljá rödd sína, hjálpa fólki og vinna að umbótum auk þess að öðlast aukna innsýn inn í samfélagið og málefni sem starfið lýtur að. Þau gildi sem helst ráða því að fólk kýs að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi eru samkennd, réttlætistilfinning, hjálpsemi og ábyrgð. Þátttaka í sjálfboðaliðastarfi getur einnig skipt máli á ferilskrá, t.d. þegar verið er sækja um störf eða áframhaldandi nám hérlendis og erlendis.
Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur og munu nemendur m.a. kynnast stjórnskipulagi íþróttahreyfingarinnar og rekstri, skyldum og ábyrgð stjórnarfólks, mikilvægi inngildingar og þeim fjölbreyttu störfum sem sjálfboðaliðar vinna af hendi innan íþróttahreyfingarinnar á degi hverjum.
Áfanginn fer fram utan hefðbundinnar stundaskrár, þ.e. fræðsluerindi eru haldin seinni part dags og nemendur vinna verklega þátt áfangans á þeim tíma sem hentar þeim og verkefninu.
JÓGA1HR01 Jóga
Nemendur kynnast jógaiðkun, öðlast styrk, liðleika og betri tengingu við eigin líkama og huga. Einnig læra nemendur að nýta sér jóga, hugleiðslu og núvitund til að takast á við verkefni daglegs lífs.
Gerðar eru aðgengilegar og markvissar æfingar sem henta öllum og lögð áhersla á góða slökun, meðvitaða öndun, hugleiðslur og sjálfsheilun.
LEIK2AA05 Leiklist

LÖGF2LÖ05 Inngangur að lögfræði

UPPT2SM05 Stafræn miðlun
