Nemendafélag FNV sér um að halda uppi öflugu félagsstarfi og félagslífi meðal nemenda skólans. Stjórn nemendafélagsins skipuleggur viðburði í samvinnu við aðra nemendur skólans og hún er jafnframt tengiliður nemenda við skólastjórnendur. Það að starfa í stjórn nemendafélagsins útheimtir mikla og óeigingjarna vinnu, en stjórnin er skipuð: formanni, varaformanni/ritara, gjaldkera, skemmtanastjóra, íþróttaformanni, ritstjóra og tækniformanni.
Ritstjóri heldur utan um og stýrir útgáfu skólablaðsins, Molduxa og kemur blaðið út árlega á vorönn.
Lög Nemendafélagsins er að finna hér.
NFNV er virkt á helstu samfélagsmiðlum undir nafninu: nemofnv og heldur úti síðu á Fésbókinni á slóðinni https://www.facebook.com/nemo.fnv.