ÞÝSK1TM05 - Samskipti, menning og ferðalög

Samskipti, menning og ferðalög

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: ÞÝSK1PL05
Helstu viðfangsefni undanfarans eru rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Áhersla er lögð á að bæta færni nemandans í tali, ritun, lesskilningi og hlustun. Orðaforði sem tengist nánasta umhverfi nemandans er aukinn og ný málfræðiatriði lögð inn. Menningu og staðháttum þýskumælandi landsvæða eru fléttuð inn í námið. Áfanginn ætti að skila nemendum upp á stig A2 evrópska viðmiðunarrammans fyrir tungumál.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans
  • helstu grundvallarþáttum málkerfisins: framburði, áherslum og hljómfalli
  • menningu, samskiptavenjum og siðum þýskumælandi landa

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja talað mál um hversdagsleg efni þegar talað er hægt og skýrt
  • taka þátt í einföldum samræðum um þekkt efni og bjarga sér við hversdagslegar aðstæður og geta spurt og svarað spurningum í þeim tilgangi
  • skilja lykilatriði í stuttum textum, leiðbeiningum og einföldum munnlegum fyrirmælum
  • tjá sig á einfaldan hátt um viðhorf, tilfinningar og liðna atburði
  • segja einfalda sögu, lýsa liðnum atburðum, reynslu og persónum í stuttu máli með því að beita orðaforða og framburði á sem réttastan hátt
  • skrifa stutta texta í nútíð og núliðinni tíð, t.d. dagbók, skilaboð, boðskort, samtöl o.fl.
  • afla sér hagnýtra upplýsinga sem tengjast daglegu lífi
  • beita flóknari málfræðireglum en í undanfara

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt eða taka þátt í samræðum um tiltekin málefni sem krefjast aukins orðaforða á viðeigandi máta eftir aðstæðum
  • skilja talað mál um kunnugleg efni
  • skilja meginþráðinn í lengri og þyngri textum með algengum orðaforða
  • geta dregið ályktanir og greint upplýsingar í töluðu máli og í textum
  • geta metið eigið vinnuframlag og kunnáttu
  • tileinka sér aga, metnað og jákvætt viðhorf til þýskunámsins og öðlast trú á eigin getu
Nánari upplýsingar á námskrá.is