bókmenntir og menning
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK2TM05
Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur verði vel læsir á flóknari texta en áður og geti áttað sig á dýpri merkingu þeirra. Nemendur bæta við fagorðaforða sinn til að geta skilið betur flókna og fjölbreytta texta. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og geti rökstutt skoðanir sínar. Markviss kynning er á menningu enskumælandi landa og nemendur vinna verkefni sem því tengjast. Lesin eru bókmenntaverk og túlkuð út frá víðara samhengi en áður með tilliti til sögu og bókmenntalegra skírskotana. Nemendur fá þjálfun í að vinna að viðameiri verkefnum þar sem efnis er leitað á bókasöfnum, á Netinu og í margmiðlunarefni.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu menningarsvæðum þar sem tungumálið er notað sem móðurmál eða fyrsta mál
- menningu þjóða þar sem tungumálið er talað sem og eigin menningu í alþjóðlegu samhengi
- orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi
- hefðum sem eiga við um talað og ritað mál t.d. mismunandi málsnið
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja vel sérhæfða texta á sviði sem hann þekkir
- skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögnin er ekki sett skipulega fram
- lesa sér til ánægju eða upplýsingar texta sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu eða myndmál og stílbrögð
- nota tungumálið á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum
- geta tjáð sig af öryggi um margvísleg málefni, bæði almenn og persónuleg
- beita ritmálinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónulegum, með stílbrigðum og málsniði sem við á og mætir hæfniviðmiðum þrepsins
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- beita málinu af lipurð og kunnáttu til þess að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
- flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinagerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum
- lýsa skýrt og greinilega flóknum hlutum eða ferlum á sviði sem hann hefur kynnt sér
- skrifa texta með röksemdarfærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau eru vegin og metin
Nánari upplýsingar á námskrá.is