Ólífræn efnafræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í þessum áfanga er farið í undirstöðuatriði almennar efnafræði, byggingu atóma, sameinda og jóna. Nemendur vinna með grunnhugtök greinarinnar. Þeir þjálfast í meðferð hjálpargagna, s.s. lotukerfis, jónatöflu, rafdrægnigildi frumefna o.þ.h. Farið er í mólhugtakið og mólútreikninga og mólstyrk lausna og jóna í lausn. Fjallað verður um gaslögmálið og tengingu þess við mól og massaútreikninga í efnahvörfum.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- uppbyggingu atóma, jóna og sameinda
- efnatáknum og helstu tegundum efnahvarfa
- helstu nafngiftum ólífrænna efnasambanda
- hlutfall efna í efnajöfnum
- mólhugtakið og mólstyrk efna í vatnslausn
- mismundandi lausir og leysni efna
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- meðhöndla tölur og mælistærðir í efnafræði
- nota lotukerfi og jónatöflu
- rita rafeindaskipan frumefna
- rita rétt nöfn ólífrænna efnasambanda
- setja upp efnajöfur og stuðla
- reikna mólstyrk efna og jóna í lausunum
- nota gaslögmál við útreikning dæma.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- notfæra sér lotukerfið og nauðsynlegar hjálpartöflur við lausnir verkefna
- lesa úr efnatáknum og efnajöfnum
- meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
- tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
Nánari upplýsingar á námskrá.is