VÖRS1VÖ04 - Viðhaldsstjórnun, gæðakerfi og öryggisstjórnun

gæðastjórnun, verkþáttagreining, viðgerðarferlar, viðhaldsstjórnun vélbúnaðar, öryggisstjórnunarkerfi

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Nemandinn öðlast þekkingu og skilning á gildi gæðakerfa og færni við að taka þátt í skipulögðu gæðastarfi á vinnustað, setja upp einfalt gæðakerfi á grunni viðhaldsstjórnunar, og setja upp verkþáttarit, setja upp skipulagt ferli sem ákvarðar tímalengd verkefnis (cpm). Nemandinn tileinkar sér kröfur alþjóðasamþykkta um öryggisstjórnunarkerfi að því er lýtur að starfsskipulagi í vélarúmi skipa. Nemandinn kynnist grundvallaratriðum viðhaldsstjórnunar, þ.e. gæða- og viðhaldskerfa og öryggisstjórnunarkerfa. Hann öðlast haldgóða þekkingu í viðhaldsstjórnun, gæðastjórnun og öryggisstjórnunarkerfum og lærir að setja upp gæðahandbók og gera viðhaldsáætlanir vegna gæðaeftirlits og fyrirbyggjandi viðhalds.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • verkþáttagreiningu og flokkunarkerfum
  • viðhaldsverkfærum og dæmigerðum viðhaldskerfum
  • hlutverki, ábyrgð, starfssviði og störfum vélstjóra á stærri skipum
  • uppbyggingu og markmiðum mismunandi viðhaldskerfa og viðhaldsstjórnunar
  • flokkunarkerfum, svo sem sfi-kerfinu
  • tilgangi, notkun og uppbyggingu viðhaldsforrita fyrir vélbúnað
  • helstu gerðum viðhaldskerfa, þ.e. bilanaviðhald, spáviðhald, tímastýrt viðhald og viðhald byggt á ástandsskoðun
  • helstu tækjum sem notuð er við ástandsskoðun og til fyrirbyggjandi viðhalds, svo sem titringsmæla, þykktarmæla og útleiðslumæla
  • uppbyggingu og markmiðum verkþáttarita, (cpm)
  • grundvallarhugtökum gæðastjórnunar og gæðavottunar
  • gæðakerfum, gæðahandbókum og gæðavottun fyrirtækja
  • öryggisstjórnunarkerfum, þ.m.t. ism kóðans og þeim kröfum sem hann gerir til vélstjóra
  • helstu aðferðum við tæringarvarnir í skipum og á hverju þær aðferðir byggja
  • helstu verkbókhaldskerfum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skipuleggja gæðastarf á vinnustað
  • setja upp og skipuleggja viðhalds- og öryggiskerfi um borð í skipum
  • vinna samkvæmt verkferlum gæðastjórnunar
  • setja upp gæðahandbók og gera viðhaldáætlanir vegna gæðaeftirlits og viðhalds

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • útskýra hvað átt er við með viðhaldsstjórnun, gæðastjórnun og öryggisstjórnunarkerfum
  • setja upp verkþáttarit, reikna út heildar verktíma og finna krítísku línuna, (cpm)
  • útskýra kröfur alþjóðasamþykkta um öryggisstjórnunarkerfi að því er lýtur að starfsskipulagi í vélarúmi skipa
Nánari upplýsingar á námskrá.is