kerfi, kraftar, vélarhlutar, vélarrúm
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: VÉLS2TK05
Nemendur eiga með hjálp teikninga og upplýsinga að öðlast dýpri þekkingu á uppbyggingu einstakra vélarhluta, hvernig þeir starfa, geta metið ástand þeirra. Í þessum áfanga er fjallað um ræsiloft og ræsiloftskerfi stórra tvígengisvéla einstaka hluti þeirra og öryggisþætti, afgaskerfi, skólp- og sorakerfi, sjókerfi og ferskvatnskerfi til almennra nota. Fyrirkomulag í vélarrúmi og austurskiljur. Fjallað er um legur, þ.m.t. hvítmálmslegur, uppbyggingu og gerð þeirra. Fjallað um krafta í bulluvélum, um sveiflumyndun í vélum og vélakerfum, um eigin tíðni, um gerð og hlutverk dempara og eftirlit með þeim, um byggingu meðalhraðgengra og hraðgengra dísilvéla og ýmis rekstraratriði varðandi svartolíubrennslu og gangtruflanir. Í hinum verklega þætti er áhersla lögð á eftirfarandi: Keyrslu vélarrúms þjálfuð viðbrögð við gangtruflunum (gert í vélarrúmshermi). Skilvindur, viðhald á þeim og rekstur. Þrýstivökvakerfi og vökvagíra svo og eldsneytiskerfi háþrýstivökvakerfi spilkerfi þar sem glussi er nýttur til framdriftar. Mismunandi gerðir glussa-spilkerfa. Kröfur flokkunar félaga til ýmiskonar vélabúnaðar kynntar.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- uppbyggingu ræsiloftskerfa og öllum helstu hlutum þess, þar á meðal tveggja þrepa loftþjöppu, ræsilofthylki með öllum lokum og allan annan búnað sem tilheyrir slíku kerfi til gangsetningar á vélum
- þeim kröfum sem flokkunarfélögin gera til hinna ýmsu kerfa í vélarúmum skipa
- þeim mismun á stjórnkerfum og öruggum stjórntökum skips sem annarsvegar hafa skipti skrúfu og hinsvegar eru snarvend með fasta skrúfu
- öllum helstu kerfum vélarúms sem nauðsynleg eru til keyrslu brunavéla, meðhöndlun á olímenguðum austri og búnað til framleiðslu á ferskvatni
- uppbyggingu stórra tvígengisvéla og eldsneytiskerfum slíkra véla
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- gera stóra skipavél klára fyrir ræsingu, hafa með fullnægjandi hætti uppfyllt alla þætti sem að öryggismálum snúa
- finna bilanir sem upp geta komið í ræsiloftskerfi vélar og lagfært
- ræsa ferskvatnseimara og vera fær um að átta sig á hvort eimarinn vinni með þeim hætti sem vera skal
- ræsa hin ýmsu kerfi í vélarúmi skips svo sem eldsneytis skilvindur, leggja mat á hvort kefin vinni með eðlilegum hætti
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- útskýra mismunandi loftræsibúnað dísilvéla
- standa vakt í vélarrúmi og bregðast við þeim aðvörunum sem aðvörunarkerfið gefur til kynna að lagfæra þurfi
- draga ályktun um ástand búnaðar útfrá mæliaflestrum og sýna frumkvæði sem vélstjóri til lagfæringa ef nauðsynlegt er
- útskýra fyrirkomulagsteikningar í vélarrúmi og rörateikningar mismunandi kerfa
- útskýra grunnbyggingu nútíma meðalhraðgengra dísilvéla
- útskýra ýmis mikilvæg hönnunar og rekstraratriði sem varða brennslu svartolíu í dísilvélum með tilliti til byggingar vélarinnar, skolloftskerfisins, eldsneytis-, kæli- og smurolíukerfisins
Nánari upplýsingar á námskrá.is