Tölvur, netkerfi, rökrásir
Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Í áfanganum kynnist nemandinn samsetningu einkatölvu. Farið er í byggingarhluta tölvu og hlutverk þeirra. Gengið er frá uppsetningu á stýrikerfi og notendahugbúnaði fyrir tölvu. Áfanginn er einnig kynning á stafrænni tækni og beitingu hennar við tæknileg úrvinnsluefni. Nemendur kynnast rökhugtökum, mismunandi talnakerfum, Boole-framsetningu og teiknistöðlum. Reikniaðferðir rökrása eru kynntar og kóðar. Nemendur læra að nota sannleikstöflur og bólskar-jöfnur til að skilgreina virkni rökrása.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu byggingarhlutum tölvu og helsta hlutverki þeirra.
- helstu stýrikerfium og geti sett þau upp.
- helstu notendaforritum.
- helstu hugtökum stafrænnar tækni.
- talnakerfum sem notuð eru í stafrænni tækni.
- helstu reikniaðferðum rökrása.
- bólskum-jöfnum sem skilgreina virkni rökrása.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- setja saman tölvu úr byggingarhlutum sínum.
- forsníða harðan disk
- setja upp stýriforrit.
- skilgreina virkni einfaldra rökrása.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- bera kennsl á helstu bilanaeinkenni í tölvu.
- leggja mat á gildi hinna ýmsu hugtaka við mat á afkastagetu tölvu.
- lesa virkni einfaldra rökrása.
- hanna rökrás út frá skilyrtri virkni.
- skilja einfaldar rökrásir
Nánari upplýsingar á námskrá.is