Rafvirkjun
Einingafjöldi: 4
Þrep: 3
Forkröfur: RAFL3GD03 Raflagnir grunndeilar D
Nemandinn læri uppbyggingu á húsveitum fyrir allt að 100 A. Heimtaugum að einbýlis- og fjölbýlishúsum og helstu raflögnum og búnaði fyrir ljósa og tenglagreinar. Áhersla er lögð á kunnáttu á varnarráðstöfunum í stærri húsveitum. Farið verður í sérákvæði varðandi raflagnir í einstökum rýmum og staðsetningu á rafdreifiskápum. Sett verður upp aðaltafla, lagnir frá henni m.a. að þriggja fasa hreyfli. Gerða verða mælingar og kostnaðaráætlanir.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- uppbyggingu og virkni varnarráðstafana.
- Öryggismælingum á húsveitu.
- reglugerðarákvæðum og stöðlum varðandi neysluveitur.
- mismunandi láspennu kerfum.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- tengja heimtaugar við húsveitur upp að 100 amper.
- setja upp og teingja aðaltöflu upp að 100 amper.
- ganga frá stýringu og tengja þriggja fasa hreyfil.
- tengja þriggja fasa tengla og klær.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Ákveða stærð aðaltöflu
- mæla hringrásar viðnám, einangrunnarviðnám og fasaröðun
- gert úttektar skýrslu.
- Ákvarða röðun búnaðar í aðaltöflu.
- skila verkinu fagmannalega frá sér.
Nánari upplýsingar á námskrá.is