Nemendur í Erasmusferð til Litháen
Fimm nemendur og tveir kennarar fóru í ferð til Vilníusar í Litháen og tóku þátt í vinnuviku í Erasmusverkefni dagana 27. mars til 3. apríl. Auk Íslendinga og Litháa voru þáttakendur frá Eistlandi, Tékklandi, Englandi og Spáni.
Verkefnið er handverksverkefni, "Using ICT to preserve European craftmansship". Gist var á hóteli í nágrenni skólans í Vilníus. Dagskráin samanstóð af ýmsum handverks vinnustofum og skoðunarferðum um Vilníus og nágrenni.
Nemendur í ferðinni voru Berglind, Helena Erla, Herdís Eir, Jón Daníel og Óskar Aron. Kennarar og fararstjórar voru Arndís Björk og Kristján Bjarni.
Í september 2021 heimsóttu þátttökuþjóðirnar Sauðárkrók. Lokaferðin verður til Tallin í Eistlandi seinni part apríl en þá verða aðrir kennarar og nemendur á ferðinni.
Verkefni af þessu tagi víkka sjóndeildarhring nemenda og kennara.
Ferðin er greidd af Erasmus.