Ingileif, Sunna og Þorkell með staðfestingu á fjórða Græna skrefinu
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur nú lokið við fjögur Græn skref. Græn skref er verkefni á vegum Umhverfisstofnunar sem hefur það markmið að efla umhverfisstarf ríkisaðila. Tengiliður skólans við Umhverfisstofnun vegna verkefnisins er Sunna Gylfadóttir og hefur hún leitt skólann gegnum fyrstu fjögur skrefin á undraverðum hraða. Í frétt á heimasíðu Grænna skrefa segir m.a.:„Við höfum þessvegna fulla trú á því að þeim muni takast að klára 5. skrefið fyrir lok árs 2021, í samræmi við kröfurnar sem eru gerðar á ríkisaðila í loftlagsstefnu Stjórnarráðsins. Til að taka skrefin hefur FNV meðal annars verið að taka sorpmálin í gegn, þau bjóða núna upp á vottað kaffi og te á kaffistofum, þeir sem sjá um innkaup passa upp á að kaupa umhverfismerktar vörur og bæði starfsmenn og nemendur fá reglulega fræðslu um umhverfismál og margt fleira.”