Tillaga chatgpt að mynd fyrir verkefni um Aquaponics.
Í lok síðasta árs úthlutaði Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi styrkjum til átta nýrra samstarfsverkefna sem sóttu um í seinni umsóknarfrest ársins auk þess að veita sjö styrki til umsókna á biðlista. Landskrifstofan bauð nýjum verkefnastjórum til fundar á Nauthóli þann 19. febrúar til að fagna góðum árangri og fara yfir helstu atriði við framkvæmd verkefna. FNV hlaut styrk fyrir verkefnið Vocational training for Aquaponics og var skólinn eini framhaldsskólinn sem fékk styrk í úthlutuninni. Verkefnið er unnið í samstarfi með Isponica á Hofsósi, Mykonos International Initiative sem er á Grikklandi og Walter Gropious Schule í Þýskalandi. Verkefnið snýst um að búa til leiðbeiningar fyrir fólk sem hefur áhuga á að byrja að rækta microgreens eða vinna að ræktun í vatnskerfum. Eva Óskarsdóttir, alþjóðafulltrúi FNV er verkefnisstjóri verkefnisins. Karítas S. Björnsdóttir tekur einnig þátt í verkefninu en hún hefur verið með námskeið í gerð svona vatnsræktarbúnaðar í FabLab. Nemendur koma í heimsókn til Íslands þar sem vinnan fer aðallega fram og svo er lokafundur í Grikklandi.
Nánari upplýsingar um úthlutunina eru hér.
