Á fardögum 6. - 10. mars gefst nemendum kostur á að sækja námskeið/smiðjur í öðrum framhaldsskólum.  Einnig munu nemendur frá öðrum skólum sækja námskeið í FNV.   Fardagar eru á sama tíma og opnir dagar í skólanum en þá verður nemendafélagið með veglega dagskrá sem auglýst verður bráðlega.  Nemendur FNV geta einnig skráð sig í þau námskeið Fardaga sem haldin eru í FNV.

Móttökuskólar útvega húsnæði en FNV greiðir ferðakostnað. Þeir sem vilja sækja námskeið í öðrum skólum þurfa að skrá sig í síðasta lagi miðvikudaginn 1. mars.  Það er gert á skrifstofu.  Þar eru einnig nánari upplýsingar.

 

Skóla og námskeið:

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, 8. - 10. mars
Lista - og tæknismiðja:  Fablab, sýndarveruleiki, hátækni-málmur, Nes-listamiðstöð: kynning.
Gerð hreyfimynda (Stop motion animation)
Smiðja í tréiðn.  Hugmynd að verkefni: ostabakki.

Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað, 7. - 9. mars
Smiðja í matreiðslu
Smiðja í handavinnu

Menntaskólinn á Egilsstöðum, 7. - 10. mars
4. daga listahátíð:  tónlist, hönnun. leiklist, skapandi skrif, listamannaspjall.

Menntaskólinn á Tröllaskaga, 6. - 10. mars
Smiðja frá Listaháskóla Íslands: Samtal við umhverfið
Heilsuvernd og hreyfing, Gurrý þjálfari Biggest loser.
Stjörnuskoðun (Beginners guide to the universe)
Smiðja frá Listahskóla Íslands: Hef ekki hugmynd. Hvernig fær maður hugmynd?
Rasperry Pi spilakassi: forritun, tækjaforritun, samsetning vélabúnaðar, tölvuleikjagerð, Linux.

Verkmenntaskóli Austurlands, 8. - 10. mars
Fablab