Meðal valáfanga í boði á vorönn 2025 eru:
DANS2KV05 Danskar kvikmyndir
Í áfanganum er horft á danskar kvikmyndir, stuttmyndir og sjónvarpsþætti.
Nemendur fá innsýn í danska kvikmyndasögu, kynnast mismunandi tegundum kvikmynda, þekktum leikurum og leikstjórum.
Nemendur ræða saman um myndirnar og leysa viðfangsefni tengd efninu.
FABL2FA03 Fablab
FÉLV2FK05 Félagsvísindi í kvikmyndum og sjónvarpi
Í áfanganum er skoðað og greint hvernig viðfangsefni félagsvísinda birtast í afþreyingarefni. Litið er til ýmissa félagslegra vandamála eins og fordóma, eitraðrar karlmennsku og jaðarsetningu minnihlutahópa. Einnig er velt því fyrir sér hversu raunsönn mynd er dregin upp af ólíkum starfsstéttum félagsvísindanna og sjónum beint að samfélagslega merkilegum atburðum sögunnar.
Hver vill ekki eyða önninni í netflix og chill með Guðbjörgu?!?
Allir sem setið hafa Inngang að félagsvísindum (FÉLV2IF05) geta tekið áfangann.
ELDS2JÁ03 Eldsmiðja
Eldsmíði er mjög góður valáfangi fyrir alla, sérstaklega bóknáms nemendur. Eldsmíðin er þannig að það standa allir jafnfætis í byrjun, nemendur í málmi og vélstjórn hafa ekkert forskot á aðra nemendur hvað varðar hæfni og kunnáttu í eldsmíði. Þess vegna hentar Eldsmíðin svona vel fyrir alla.
ELDS3EV03 Eldsmiðja 2
Eldsmíði er mjög góður valáfangi fyrir alla, sérstaklega bóknáms nemendur. Eldsmíðin er þannig að það standa allir jafnfætis í byrjun, nemendur í málmi og vélstjórn hafa ekkert forskot á aðra nemendur hvað varðar hæfni og kunnáttu í eldsmíði. Þess vegna hentar Eldsmíðin svona vel fyrir alla.
FRUM3FI05 Frumkvöðlafræði
Val áfangi þar sem þú lærir að fá hugmyndir, ákveða hvað er góð hugmynd og hvernig er hægt að koma henni í framkvæmd.
Nemendur stofna saman fyrirtæki utan um hugmyndina sína og framkvæma hana.
ÍÞRÓ1SP01 Spinning
- Hvað er skemmtilegra en að hjóla og svitna og hlusta á góða tónlist?
- Komdu í spinning
- Kennari: Anna Hlín
ÍÞRÓ1ÚH01 Útivist
Áfangi er kenndur utan stundatöflu
- Förum í stuttar ferðir innan Skagafjarðar
- Göngur, sund, rafting og fleira
- Skemmtilegur áfangi í skemmtilegum félagsskap
- Kennari: Anna Hlín
LEIK2AB05 Textavinna og tjáning
Farið er í grunnatriði í leiklist, framkomu og spuna. Áfanginn er hugsaður sem framhald fyrir þau sem hafa verið í leiklist áður en hentar einnig fyrir byrjendur. Mikið unnið með verklegar æfingar, leiki og sprell. Framkoma er æfð með fjölbreyttum æfingum og leikjum. Nemendur þjálfast í samvinnu, samhæfingu og samkennd ásamt því að efla sjálfstraust. Áfanginn er verklegur og skiptir mæting miklu máli. Hann hentar mjög vel fyrir öll sem vilja koma fram og einnig þau sem finnst þau vera of feimin til þess.
LEMY1TL02 Listir með áherslu á leiklist og myndbandsgerð, starfsbraut
Farið er yfir grunnatriði í leiklist og myndbandagerð. Framkoma er æfð með alls konar skemmtilegum æfingum og leikjum. Samvinna er í forgrunni og áhersla lögð á að hafa gaman. Nemendur fá þjálfun í því að nota leik til þess að efla hugmyndarflug og ímyndunarafl. Við einblínum á það að efla sjálfstraust, samhæfingu og samkennd. Mestu skiptir að við höfum gaman saman og berum virðingu fyrir öllum í kringum okkur.
LÖGF3LM05 Lýðræði og manntréttindi
Í áfanganum LÖGF3LM05 - Lýðræði og mannréttindi verða mannréttindi sem birtast m.a. í stjórnarskrá Íslands skoðuð m.t.t. umræðu í nútímanum um mannréttindi og meint brot á þeim gagnvart ýmsum hópum og einstaklingum á Íslandi. Áhersla er á að tengja námsefnið reynsluheimi nemanda, auka víðsýni hans og rökhugsun og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Undanfari LÖGF3LM05 er að hafa lokið 2. þreps áfanga í félagsfræði eða félagsvísindum. Áfanginn nýtist sem val á 3. þrepi.
RAFL1VA03 Raflagnir fyrir áhugafólk
Nemendur kynnast starfi og starfssviði rafiðnaðarmannsins. Þeir læra um eðlisfræðilega hegðun rafmagns, meðal annars með litlum verkefnum. Þeir fræðast um ólíkar gerðir rofa, tengingu þeirra og notkun, ólíkar gerðir víra og meðhöndlun þeirra með tilliti til aðstæðna. Nemendur læra að tengja klær og hulsur, æfa áfellda kapallögn og tengingu rofa, tengla og ljósa, og kynnast nokkrum raflagnatáknum. Þeir læra að afeinangra víra og kapla, tengja klær fyrir sterkstraum. Nemendur eru þjálfaðir í notkun handverkfæra sem notuð eru í rafiðnaði og kynnast algengustu efnum í rafiðnaði. Nemendur læra einnig um öryggismál og reglugerðir er varða rafmagn. Nenemdur læra um eðliðfræði lóðninga og lóða einfaldar æfingar.
SPÆN1AG05 Spænska 1
Þar sem þetta er byrjunaráfangi, er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í lesskilningi ásamt samskiptaþáttunum tali, framsögn, hlustun og ritun í samræmi við Evrópska tungumálarammann. Áhersla er lögð á réttan framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Fléttað er inn í kennsluna menningu spænskumælandi landa. Lögð er áherslu á að nemendur geri ljós á eigin ábyrgð í málanáminu og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.
ÚTIV2SV05 Fjallamennska
5 einingar fyrir þrjú helgarnámskeið í samstarfi við Björgunarsveitina Skagfirðingasveit! Námskeiðin eru fyrsta hjálp, fjallamennska og snjóflóð og verða helgarnar 17. - 19. janúar, 14. - 16. febrúar og 14. - 16. mars.
ÞÝSK1PL05 Þýska 1
Áfanginn er ætlaður byrjendum án nokkurrar kunnáttu í tungumálinu. Megináhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur eru þjálfaðir samhliða í færniþáttum tungumálsins; tali, hlustun, ritun og lesskilningi. Lögð er áhersla á réttan framburð, undirstöðuatriði málfræði og málnotkunar og uppbyggingu grunnorðaforða. Nemendur fá innsýn í menningu og staðhætti þýskumælandi landa.