HJÚK2HM05 - Hjúkrun fullorðinna 1

Hjarta, melting

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: HJÚK1AG05 og HJVG1VG05
Fjallað er um helstu hjúkrunarkenningar og tengsl þeirra við starfsvettvang. Fjallað er um hjúkrunarferli og faglega hjúkrunarskráningu. Fjallað er um hjúkrun sjúklinga með bráða- og langvinna sjúkdóma sem tengjast eftirtöldum kerfum: hjarta- og æðakerfi, öndunarkerfi, meltingarkerfi, þvag- og kynkerfum. Fjallað er um hjúkrun sjúklinga með illkynja sjúkdóma. Í áfanganum er lögð áhersla á tengingu fræðilegrar þekkingar við skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu hjúkrunarkenningum og tengslum þeirra við starfsvettvang
  • mikilvægi hjúkrunarskráningar
  • áhrifum bráðs og langvinns heilsubrests á sjálfsmynd og líðan skjólstæðinga
  • hjúkrun sjúklinga með sjúkdóma í hjarta- og æðakerfi, öndunarkerfi, meltingarkerfi, þvagkerfi og kynkerfi
  • helstu einkennum illkynja sjúkdóma í þeim líffærakerfum sem fjallað er um í lýsingu
  • undirbúningi og eftirmeðferð vegna rannsókna og skurðaðgerða
  • þverfaglegri teymisvinnu í meðferð skjólstæðinga

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • sýna skjólstæðingi og aðstandendum stuðning og umhyggju
  • greina á milli mismunandi hjúkrunarþarfa langveikra, bráðveikra og mikið veikra
  • útskýra áhrif bráðs og langvinns heilsubrests á sjálfsmynd og líðan skjólstæðinga
  • vinna eftir viðurkenndri hjúkrunarskráningu
  • velja milli ólíkra vinnubragða við smitgát eftir eðli sjúkdómsástands
  • leiðbeina skjólstæðingum með athafnir daglegs lífs með tilliti til áhrifa sjúkdómsástands á sjálfsumönnun og heilsu
  • undirbúa og annast um skjólstæðinga fyrir og eftir rannsóknir og aðgerðir sem tengjast ofangreindum sjúkdómum
  • útskýra algengar aukaverkanir meðferðar vegna illkynja sjúkdóma

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta hjúkrunarþarfir langveikra, bráðveikra og mikið veikra
  • meta áhrif bráðs og langvinns heilsubrests á sjálfsmynd og líðan skjólstæðinga
  • beita viðeigandi hjúkrunarmeðferð fyrir og eftir aðgerðir og rannsóknir sem tengjast ofangreindum sjúkdómum
  • beita ólíkum vinnubrögðum við smitgát eftir eðli sjúkdómsástands
  • leiðbeina skjólstæðingum með athafnir daglegs lífs með tilliti til áhrifa sjúkdómsástands á sjálfsbjargargetu og heilsu
  • veita sjúklingum með alvarlega sjúkdóma og aðstandendum faglega umhyggju og stuðning
  • bregðast við algengum aukaverkunum meðferðar vegna illkynja sjúkdóma
  • a
Nánari upplýsingar á námskrá.is