Sköpun
Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Unnið er með ýmis tölvuforrit með sköpun að markmiði. Nemendur vinna með ljósmyndir, teikningar, form og liti. Þeir eru hvattir til að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og fá tækifæri til að skapa tónlist, rit- og ljóð.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- að sköpunin felst í vinnuferlinu ekki síður en afrakstrinum
- mikilvægi þess að nota ímyndunaraflið í sköpunarferlinu
- að hægt er að skapa á ýmsa vegu
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- að fara mismunandi leiðir í sköpunarferlinu
- að átta sig á því að hugmyndir annarra eru oft ólíkar eigin hugmyndum
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- prófa sig áfram og vinna að sköpun sinni á fjölbreyttan hátt
- kynnast tölvuforritum sem nýta má við sköpun af ýmsu tagi
- efla sjálfstraust sitt og trú á eigin færni
- kynna verk sín fyrir öðrum
Nánari upplýsingar á námskrá.is