Ritvinnsla
Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með grunnatriði ritvinnslu. Áhersla verður á forritin Microsoft Word og Microsoft Power Point og notkunarmöguleikar þeirra kynntir. Meðal annars verður nemendum kennt að vinna með útlit texta, blaðsíðutal og efnisyfirlit.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- framsetningu texta í rituðu skjali
- ritun á stuttum textum
- mikilvægi þess að kunna að setja upp aðgengilegan texta, skjöl og kynningar af ýmsu tagi
- að það má alltaf bæta við kunnáttu sína á þessu sviði
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- vinna með ritvinnsluforrit
- vinna með glæruforrit
- leita mismunandi leiða í vinnuferlinu
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- senda frá sér vel upp sett skjöl og ritaðan texta
- efla sjálfstraust sitt
- Útbúa kynningar fyrir aðra á skilmerkilegan og snyrtilegan hátt
- koma hugmyndum sínum á framfæri
Nánari upplýsingar á námskrá.is