Lífeðlisleg og hugræn sálfræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Inngangur að félagsvísindum
Í áfanganum er fjallað um uppbyggingu taugakerfisins og starfsemi þess, einkum heila og taugafruma. Farið er yfir tengsl hormóna við hegðun. Fjallað er um skynfærin 5, uppbyggingu þeirra og virkni. Farið er yfir skynferlið frá því að skynfæri áreitist þar til heilinn hefur unnið úr skilaboðunum.
Farið er í hugræna sálfræði og þá sérstaklega minniskerfin þrjú og virkni þeirra. Einnig er fjallað um svefn og drauma.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- grunneiningum taugakerfisins og virkni þess.
- tengslum heila- og hormónakerfis við hegðun og tilfinningar.
- áhrifum lyfja á taugakerfið.
- gerð skynfæranna, virkni þeirra og úrvinnslu skynáreita.
- virkni og uppbyggingu minnisins.
- helstu kenningum um svefn og drauma.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita hugtökum lífeðlislegrar sálfræði í ræðu og riti.
- beita hugtökum hugrænnar sálfræði í ræðu og riti.
- miðla þekkingu sinni á taugakerfinu, skynjun, minni, svefni og draumum.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- afla sér upplýsinga um efnisþætti áfangans, greina aðalatriði þeirra og miðla þeim.
- útskýra skynferli skynfæra mannsins.
- útskýra starfsemi taugakerfisins.
- útskýra uppbyggingu minnis og minnisfestingu.
- taka rökstudda og sjálfstæða afstöðu til námsefnisns.
Nánari upplýsingar á námskrá.is