SÁLF3AB05 - Afbrigðasálfræði

afbrigðasálfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Nemandi skal hafa lokið SÁLF2NS05 og SÁLF2LH05.
Í áfanganum er fjallað um streitu, afleiðingar hennar og streitulosandi aðferðir. Fjallað er um algengustu geðraskanirnar út frá DSMV flokkunarkerfinu, s.s. lyndisraskanir, kvíðaraskanir, átraskanir, geðklofa, persónuleikaraskanir, áfengis- og lyfjafíkn. Farið er yfir algengi þeirra, einkenni, orsakir og meðferðaleiðir. Fjallað er um hvað það þýðir að vera andlega heilbrigður og hver er munurinn á frávikshegðun og því sem telst "normal". Markmið umræðunnar er að auka virðingu og umburðarlyndi gagnvart andlega fötluðum. Einnig er nemendum kynnt hvert skal leita vegna geðrænna vandamála.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu kenningum um orsakir streitu, afleiðingum hennar og leiðum til að losa um streitu.
  • helstu flokkum geðraskana, orsökum þeirra, einkennum og algengi.
  • helstu meðferðarleiðum sálfræðinnar.
  • hvernig stuðla má að andlegu heilbrigði.
  • flokkunarkerfinu dsmv

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota dsmv við að greina geðræn vandamál
  • nota heimildir samkvæmt apa-kerfinu.
  • miðla upplýsingum um efnisþætti áfangans.
  • greina hvaða meðferðarform henta ólíkum geðröskunum.
  • beita þeim leiðum sem stuðla að andlegu heilbrigði og fjallað er um í áfanganum.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • útskýra efnisþætti áfangans með rökstuddum hætti.
  • taka gagnrýna afstöðu til ólíkra meðferðaleiða.
  • vera virkur í rökræðum um efnisþætti áfangans.
  • leggja rökstutt mat á geðræn vandamál í sjúkrasögum.
  • afla sér upplýsinga um afmarkaða efnisþætti, greina aðalatriði þeirra og miðla þeim í ræðu og riti.
  • tileinka sér aukna virðingu og víðsýni gagnvart andlega fötluðum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is