INNK2HH05(FB) - Inniklæðningar

Inniklæðningar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Nemandi hafi lokið við áfangana: TRÉS1VT08 Vél- og trésmíði TRÉS1VÁ05 Viðar- og áhaldafræði TRÉS1HV08 Trésmíði og handavinna
Í áfanganum er fjallað um létt byggingavirki innanhúss með áherslu á útfærslur og klæðningu veggja, lofta og gólfa. Gerð er grein fyrir uppsetningu einstakra grindar- og klæðningakerfa, efnisnotkun, festingum, einangrun, áhöldum, tækjum og vinnu-aðferðum. Nemendur læra um smíði léttra innveggja úr blikkstoðum, klæðningu þeirra með gipsplötum, uppsetningu niðurhengdra kerfislofta og lagningu mismunandi parkets m.m. Sérstök áhersla er lögð á útfærslur og frágang á léttum byggingavirkjum í votrými. Áfanginn er bæði ætlaður húsa- og húsgagnasmiðum og kennslan er að mestu bókleg þar sem m.a. er farið í heimsóknir í fyrirtæki.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • smíði innréttinga
  • smíði glugga og útihurða
  • framleiðsluferli innréttinga, glugga og hurða
  • notkun efna til framleiðslu innréttinga, glugga og hurða
  • öryggisreglum og öryggisbúnaði við framleiðslu innréttinga
  • hvernig vali á innanhússklæðningum og útfærslu þeirra er háttað
  • helstu tækjum og aðferðum við innanhússklæðningar
  • efnum sem notuð eru við smíði innréttinga, hurða og glugga
  • viðarspæni og plastefnum sem notuð eru til spónlagningar
  • plötuefni og límtré sem notað er í innréttingar og innihurðir
  • framleiðslu málaðra innréttinga úr mdf-plötum
  • notkun glers, málma og dúka í smíði innréttinga og innihurða
  • smíðisfestingum og fylgihlutum
  • helstu samsetningaraðferðum á innréttingum og innihurðum
  • mismunandi lími og límingaraðferðum við spónlagningu
  • mismunandi yfirborðsmeðferð á innréttingum og innihurðum
  • smíðaefnum sem notuð eru við gerð glugga og útihurða
  • samhengi milli snúnings-, skurðar- og mötunarhraða og yfirborðsgæða
  • samsetningaraðferðum á gluggum og útihurðum
  • yfirborðsmeðferð glugga og útihurða
  • gagnvörn smíðaviðar og efnum til yfirborðsmeðferðar
  • öryggisreglum og öryggisbúnaði við fúavörn og yfirborðsmeðferð
  • algengustu burðarkerfum fyrir niðurhengd loft og uppsetningu þeirra
  • hvernig á að leggja parket á stein og tré innanhúss
  • helstu gerðum af gegnheilu og fljótandi parketi og eiginleikum þeirra
  • efnum og áhöldum sem notuð eru við lagningu og slípun parkets

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • setja upp, smíða og meðhöndla innréttingar, glugga, hurðir og inniklæðningar
  • nota málma og plast við smíði glugga og útihurða
  • setja upp og klæða létta kerfisveggi innanhúss
  • velja smíðisfestingar og fylgihluti
  • velja límtegundir og límingaraðferðir fyrir mismunandi viðartegundir
  • nota vélar og verkfæri við ofantalda verkþætti
  • meðhöndla skaðleg efni

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • öðlast innsýn í bygginga- og brunamálareglugerð sem varðar innréttingar, glugga, hurðir og inniklæðningar
  • skipuleggja framleiðsluferli
  • velja viðeigandi efnissamsetningar og smíðisfestingar
  • öðlast innsýn í tæknilega viðarvernd við smíði útiglugga og útihurða
Nánari upplýsingar á námskrá.is