Bíliðngreinar kynntar
Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Farið yfir grunnþætti, nám og félagslega þætti starfa í bíliðngreinum. Farið yfir starfsmöguleika í greinunum. Farið er yfir starfsnámsferlið, gerð samninga um nám á vinnustað og ferilbók. Nemendur læra að koma sér á framfæri, gera ferilskrá og fleira sem tengist atvinnuumsóknum. Æfingar í notkun námsvefs í framhaldsskóla.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mismunandi bíliðngreinum.
- hæfnikröfum hverrar greinar.
- eigin áhugasviði í tengslum við bíliðngreinar.
- tilgangi ferilskráa og því sem þar þarf að koma fram.
- atvinnuviðtölum.
- atvinnuumsóknum.
- gerð samninga um nám á vinnustað.
- ferilbók.
- námsvef skólans.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- tengja eigið áhugasvið við starfsvettvang.
- Átta sig á eigin styrkleikum og veikleikum og hvernig þeir nýtast í mismunandi námi og störfum.
- setja upp gagnlega ferilskrá.
- greina á milli hvað eru nauðsynlegar upplýsingar í ferilskrá og hverju má sleppa.
- draga fram eigin kosti í atvinnuumsókn.
- Átta sig á hvernig atvinnuviðtöl virka.
- skila inn verkefnum og sækja efni á námsvefinn.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- velja sér viðeigandi nám í bíliðngreinum út frá áhugasviði og hæfni.
- gera hnitmiðaða og vel upp setta ferilskrá.
- skila inn vandaðri umsókn um nám í bíliðngreinum.
- nota ferilbók og gera samning um starfsnám.
- yfirfæra þekkinguna til að búa til vandaðar náms- og atvinnuumsóknir
Nánari upplýsingar á námskrá.is