Bíliðngreinar
Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: Grunnáfangi í stærðfræði
Farið er í rekstrar- og starfsumhverfi fyrirtækja og þætti sem snúa að rekstri fyrirtækja og einstaklinga. Grunnatriði bókhalds og bókfærslu verða gerð skil. Fjallað er um grunnatriði gæðastjórnunar og hver munurinn er á gæðakerfi eftir ákveðnum staðli eða eigin kerfi. Áhersla á að þekkja muninn á að marka stefnu og setja markmið og hvernig þessi hugtök tvinnast saman.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- rekstri fyrirtækja.
- rekstri einstaklinga.
- mismunandi félagaformum.
- grunnþáttum bókfærslu og reglum um bókhald.
- grunnatriðum í lánamálum og hugtökunum höfuðstóll og vextir.
- Álagningu, framlegð og kostnaðarútreikningum.
- gæðastjórnun og gæðakerfum.
- stefnumörkun og markmiðasetningu.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina á milli félagaforma í rekstri.
- vinna með grunnatriði bókhalds.
- lesa úr og útskýra launaseðla.
- Útskýra muninn á því að vera launþegi og verktaki.
- Útskýra kostnaðaráætlun og kostnaðarútreikning.
- Útskýra hvað felst í gæðastjórnun.
- Átta sig á mismunandi gæðakerfum.
- Útskýra hugtökin stefnumörkun og markmiðasetning og hvernig þau tvinnast saman.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- færa einfalt bókhald fyrir fyrirtæki eða einstakling.
- gera launaútreikninga.
- gefa út reikninga fyrir verktakagreiðslum.
- setja upp kostnaðaráætlun og reikna út álagningu og framlegð.
- gera kostnaðarútreikning.
- gera einfalda lánaútreikninga og nýta sér lánareiknivélar bankanna.
- vinna út frá gæðastjórnun og velja gæðastjórnunarkerfi.
- Átta sig á muninum á stefnu og markmiði og hvernig á að marka stefnu og setja sér markmið í fyrirtækjarekstri.
Nánari upplýsingar á námskrá.is