Bifvélavirkjar
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Grunnnám bíliðngreina.
Farið er yfir virkni og flokkun ýmissa hreyfla. Farið er yfir heiti og hlutverk íhluta. Áhersla lögð á blokk, hedd, stimpla, sveifarás og knastás. Farið yfir vinnureglu ýmissa hreyfla, tímafærslubúnað og ventlatíma. Farið yfir legur og þéttingar. Áhersla á rétta notkun verkfæra, mælitækja og tækniupplýsinga við viðgerðir hreyfla. Einnig farið yfir mikilvægi hreinlætis þegar unnið er við hreyfla.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu íhlutum og grunnvirkni ýmissa gerða hreyfla.
- vinnureglu og byggingarlagi hreyfla.
- tímafærslubúnaði.
- kælikerfi.
- smurkerfi.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota viðeigandi verkfæri og mælitæki.
- taka í sundur, mæla og setja saman hreyfil.
- framkvæma þjöppumælingu.
- nota viðeigandi tækniupplýsingar.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- taka í sundur og setja saman hreyfil samkvæmt upplýsingum framleiðanda.
- nefna íhluti og hlutverk þeirra.
- Útskýra virkni hreyfla.
- nota viðeigandi verkfæri og mælitæki.
Nánari upplýsingar á námskrá.is