Bifvélavirkjar
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Grunnnám bíliðngreina.
Farið er yfir mismunandi íhluti drifbúnaðar, mismunadrif, fjórhjóladrif, driföxla og hjólalegur. Uppbygging og virkni búnaðarins skoðuð og skýrð. Unnin eru verkefni í þjónustu, bilanagreiningu og viðgerðum búnaðarins. Áhersla er á notkun tækniupplýsinga, verkfæra og mælitækja og öruggar vinnuaðferðir.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hlutverki mismunadrifs, fjórhjóladrifs, driföxla og hjólalega.
- uppbyggingu og virkni mismunadrifs, fjórhjóladrifs, driföxla og hjólalega.
- notkun mismunandi verkfæra og mælitækja.
- mikilvægi réttra og öruggra vinnubragða.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Útskýra hlutverki og virkni mismunadrifs, fjórhjóladrifs, driföxla og hjólalega.
- Þjónusta mismunadrif og driföxla.
- framkvæma einfaldar bilanagreiningar.
- gera við mismunadrif og driföxla.
- skipta um hjólalegur.
- nota viðeigandi verkfæri, mælitæki og tækniupplýsingar.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Þjónusta drifbúnað.
- bilanagreina og skipta um hjólalegur.
- bilanagreina og lagfæra driföxla.
- bilanagreina og lagfæra drif.
Nánari upplýsingar á námskrá.is