UNST2BV05 - Undirvagn og stýrisbúnaður

Bifvélavirkjar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í áfanganum er farið yfir uppbyggingu og virkni mismunandi gerða stýrisbúnaðar í bílum. Fjallað er um einstaka íhluti, virkni þeirra og búnaðinn í heild, með og án hjálparátaks. Farið er yfir þjónustuþætti, bilanagreiningu, viðgerðir og hjólastillingar með áherslu á mat á niðurstöðum mælinga. Nemendur vinna verkefni í bilanagreiningum, viðgerðum og hjólastillingum. Farið er yfir notkun verkfæra, mælitækja og tækniupplýsinga, með áherslu örugga umgengni við SRS kerfið.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppbyggingu og virkni stýrisbúnaðar.
  • mismunandi gerðum aflstýra.
  • hjólahornum og hlutverki þeirra.
  • mikilvægi réttrar stillingar stýrisbúnaðar.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meta ástand og framkvæma viðgerðir á stýrisbúnaði.
  • mæla hjólahorn og meta niðurstöður mælinga. framkvæma hjólastillingar.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Útskýra virkni og hlutverk einstakra íhluta stýrisbúnaðar og kerfisins í heild.
  • framkvæma bilanagreiningu, þjónustu og viðgerðir á stýrisbúnaði.
  • mæla hjólastöðu og hagnýta niðurstöður mælinga.
  • framkvæma hjólastillingar.
Nánari upplýsingar á námskrá.is