RARA3BV05 - Rafmagn – rafeindatækni

Bifvélavirkjar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Rafmagnsfræði og mælingar.
Fjallað er um uppbyggingu og virkni á ýmsum rafeindastjórnkerfum, virkni mismunandi skynjara, hreyfiliða og annarra íhluta. Skoðuð eru margskonar merki frá skynjurum og stjórnmerki hreyfiliða. Hannaður og smíðaður er einfaldur stjórnbúnaður sem nýtir mismunandi hálfleiðara. Farið er í virkni netkerfa og samskipti stjórntölva. Unnin eru verkefni í bilanagreiningu, notkun mælitækja og mati á niðurstöðum mælinga. Áhersla er lögð á notkun mælitækja og tækniupplýsinga, og mat á niðurstöðum mælinga.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • virkni helstu íhluta í rafeindabúnaði.
  • merki helstu skynjara í rafeindabúnaði.
  • merki helstu hreyfiliða í rafeindabúnaði.
  • virkni og hlutverk helstu netkerfa í bílum.
  • helstu aðferðum og mælitækjum við bilanagreiningu í rafeindabúnaði.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Útskýra virkni margs konar rafeindabúnaðar í bílum.
  • Útskýra virkni og notkun netkerfa í bílum.
  • hanna og smíða einfaldan rafeindastjórnbúnað.
  • framkvæma mælingar og bilanagreiningar í margs konar rafeindabúnaði.
  • nota viðeigandi mælitæki og tækniupplýsingar.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Útskýra virkni margs konar rafeindastjórnbúnaðar í bílum.
  • Útskýra virkni og notkun netkerfa í bílum.
  • framkvæma mælingar og mat á niðurstöðum mælinga á rafeindabúnaði.
  • framkvæma öruggar og hagkvæmar viðgerðir á rafeindabúnaði.
Nánari upplýsingar á námskrá.is